Tannhvíttun – Kostir og gallar

Að hvítta eða ekki hvítta- það er spurningin. Það eru margar aðferðir til að hvítta tennur, allt frá því að fá tannlækninn sinn til að hvítta til þess að kaupa sér efni að utan. En eru þessi efni örugg?

Hér eru nokkur atriði til athugunar áður en þú hvíttar tennurnar. 

 

Það geta orðið einhver viðbrögð  

Gómarnir geta stundum orðið viðkvæmir í u.þ.b. sólarhring eftir hvíttun. Þá er ágætt að taka verkjalyf á 6-8 tíma fresti.

Mjúki vefurinn í munnholinu getur líka orðið sár einkum ef hvíttunarefnið dreifist um munninn. Einnig gerist það stundum að fólk gleypir eitthvað af efninu og fær af því ógleði. Þú gætir líka fengið kul, sumir fá mjög slæma verki en aðrir finna engan kul í tönnum.

Hvíttunin endist ekki alla ævi

Yfirleitt þarf að hvítta oftar en einu sinni. Fólk ætti ekki að vera hissa á því. Þegar liturinn á tönnunum er orðinn eins og fólk vill hafa hann endist hvíttunin yfirleitt frá einu upp í þrjú ár.  Hið góða við endurhvíttun er að yfirleitt kostar sú aðgerð ekki eins mikið og sú fyrsta og tekur ekki eins mikinn tíma.

Nauðsynlegt er að hafa í huga að fólk þarf að gæta vel að allri munnhirðu eftir hvíttun eins og  áður en hún var gerð.  Mælt er með að fólk bursti tennur tvisvar á dag til að halda tönnunum hvítum.

 

Hvíttun er  ekki  fyrir alla 

Nokkrir hópar ættu ekki að hvítta tennur. Barnshafandi konur og þær sem eru með börn á brjósti ættu ekki að fara í hvíttun vegna efnanna sem eru notuð. Fólk með ofnæmi fyrir  peroxíði og þeir sem eru með viðkvæma góma ættu ekki að hvítta tennur. Eins er ekki ráðlegt að reyna að hvítta skemmdar tennur eða tennur með slitnum glerjungi. Sama má segja um viðgerðar tennur og krónur. Mjög dökkar tennur taka ekki vel við hvíttun.

Árangurinn  fer  eftir  ástandi  tannanna  fyrir hvíttun 

Sumir halda að afleiðingar slæmrar meðferðar á tönnunum alla ævi hverfi bara við hvíttun. En þetta er kolrangt. Því betra ástand á tönnunum þegar þær eru hvíttaðar  þeim mun meiri og betri verður árangurinn.

Allt er best í hófi 

Rétt eins og sumt fólk missir sig alveg í fegrunaraðgerðunum eru þeir til sem hvítta tennur of oft. Þær geta litið mjög vel út, verið skjannahvítar og skínandi en þegar þetta er gert oft getur það skemmt tennurnar. Þegar of oft er hvíttað getur glerjungur skaðast og tennurnar verða gagnsæjar og fá á sig blæ sem ómögulegt er að laga.

 

 

SHARE