Taylor Swift og Tom Hiddleston hætt saman

Taylor Swift og Tom Hiddleston er hætt saman. Hún mun hafa sagt honum upp af því hann á að hafa viljað hafa samband þeirra meira opinbert en hún gat hugsað sér.

Samband Tom og Taylor gekk vel þangað til Tom þurfti að fara til Ástralíu til að taka upp myndina Thor: Ragnarok.

Sjá einnig: Er Taylor Swift að eyðileggja feril Tom Hiddleton?

Tom tekur sambandslitunum mjög nærri sér og finnst þetta mjög niðurlægjandi eftir alla fjölmiðlaumfjöllunina sem samband þeirra hefur fengið.

Þau ætla samt að halda vinskap sínum áfram.

 

 

SHARE