Teppi geta valdið dauða ungra barna – Dönsk skýrsla

Við höfum áður fjallað um teppi fyrir vagna og voru undirtektir fólks miklar. Því miður eru ekki allir sem gera sér grein fyrir hættunni sem stafar af þessu en teppin geta valdið súrefnisleysi til barnsins og er því um að gera að koma þessum skilaboðum áleiðis til fólks.

Greinina birtum við í apríl á þessu ári en hana má finna hér.

Nýlega kom út dönsk skýrsla og samkvæmt henni getur verið mjög hættulegt að vefja ungabörn í teppi og talið er að það geti jafnvel leitt til andláts barnsins. Einnig segir í skýrslunni að barnavagnar eða bílstólar sem eru huldir teppi geti leitt til andláts.

Í skýrslunni segir að ungbörn séu mun viðkvæmari fyrir ofhitnun er fullorðið fólk. Ofhitnun leiðir yfirleitt til dauða ef ekkert er að gert.
Börn eru hinsvegar misjafnlega viðkvæm en þau yngstu eru viðkvæmust.

Aftenposten fjallaði um að fjölmörg börn hafa látist í Noregi síðastliðin 10 ár vegna ofhitnunnar. Í öllum tilvikum var að ræða ung börn sem höfu verið vafin í teppi og oft upp við ofn.
Torleiv Rognum réttalæknir segir í samtali við blaðið að foreldrar séu að spila rússneska rúlletu með líf barnsins. Hann segir eins og komið hefur fram að ofhitnun er mjög hættuleg og minnstu börnin ofhitna hratt.

Rognum telur að ungbarnavagnar með teppi fyrir opi sem yfirleitt er notað til að halda frá sól eða rigningu séu dauðagildrur.

CO2 uppsöfnunin á sér stað vegna lélegra loftræstingar. Rognum brýnir fyrir foreldrum að þeir eigi alls ekki að leggja teppi yfir barnavagna.

SHARE