Það sem allir þyrftu að vita um þunglyndi karlmanna

Þunglyndi er ljótur sjúkdómur sem getur læst klóm sínum í hvern sem er. Þunglyndi getur gert hið lífsglaðasta fólk að niðurlútum og döprum skuggum af sjálfum sér.

Sjá einnig: Sannleikurinn um þunglyndi – Myndband

o-SAD-MAN-facebook

Að vissu leyti eiga karlmenn undir högg að sækja þegar kemur að þunglyndi. Þeir eru líklegri til þess að ætla að takast á við sjúkdóm sinn upp á eigin spýtur og eru því ólíklegri til að leita sér aðstoðar. Þessi hugsunarháttur getur verið stórhættulegur, þar sem það gerir vandamálið bara stærra að stinga höfðinu í sandinn. Hér eru nokkur atriði sem allir þyrftu að vita:

Sjá einnig: Skammdegisþunglyndi

1.  Karlmenn verða líka þunglyndir. Tölfræðin sýnir að mikill fjöldi karlmanna berjast við þunglyndi árlega. Þó að málefni þunglyndra karlmanna er ekki í hávegum höfð, þá er gott að muna að þunglyndi er oft ómeðhöndlað og ógreint og því eru líkur á að þeir séu í heildina mun fleiri en okkur grunar, svo að sjúkdómurinn er oft ógreindur og það þýðir ekki endilega að hann sé ekki til staðar.

2.  Þunglyndi er ekki eins hjá öllum. Margir sjá fyrir sér háskælandi, óbaðaða manneskju í náttfötum liggjandi á sófanum um miðjan dag. Þó svo að þunglyndi hjá karlmönnum lýsi sér ekki endilega þannig að þeir bresti í grát í tíma og ótíma er líklegt að það komi fram sem reiði, kvíði og pirringur. Karlmenn sem þjást af þunglyndi eru líklegri til þess að sýna áhættuhegðun af ýmsu tagi eins og óhóflega drykkju og fíkniefnamisnotkun.

3.  Þunglyndi er ekki veikleikamerki. Jafnvel stærstu karlarnir get barist við þennan sjúkdóm, en oft skyggir persónuleiki þeirra á merki sjúkdómsins og koma jafnvel í veg fyrir að þeir sækist eftir þeirri hjálp sem þeir þurfa á að halda. Þvert á móti því sem margir halda þá tekur það hugrekki að bera sig eftir björginni, þar sem margir skammast sín fyrir að leitast eftir þeirri hjálp sem þeir þurfa.

4.  Þunglyndi er ekki eitthvað sem þú getur afgreitt einn. Stór hluti fólks sér þunglyndi ekki sem sjúkdóm. Margir líta á þunglyndi sem tímabundið depurðarskeið sem jafnar sig með tímanum. En þunglyndi mun ekki bara hverfa sí svona. Að halda að þunglyndi hverfi að sjálfum sér er svona álíka gáfulegt að ætla að krabbamein hverfi án þess að nokkuð sé gert í því, eða að fótbrot muni gróa rétt án þeirrar læknisaðstoðar sem til þarf. Eins og í þessum tilvikum mun þunglyndi bara versna ef ekkert er unnið í því.

Sjá einnig: 6 góðar leiðir til að ná sér upp úr þunglyndiskasti

5.  Það geta allir orðið þunglyndir. Þunglyndi spyr hvorki um stund né stað. Manneskja sem virðist hafa allt sem hugurinn girnist getur allt eins glímt við þunglyndi og hver annar. Þegar þunglyndi nær tökum á fólki blindar það manneskjuna af öllu því sem gengur vel í lífi hennar og gerir oft meira úr því sem gengur ekki nógu vel. Það sem mikilvægast er að hafa í huga þegar rætt er um þunglyndi er að það hefur ekkert með manneskjuna sjálfa að gera, þetta eru einfaldlega röng efnaskipti í heilanum.

SHARE