„Þær eru ekki alvöru fyrirsætur“

Kendall Jenner (20) og Gigi Hadid (21) eru að koma fram á hverri tískusýningunni á fætur annarri en ekki eru allir sammála um hversu mikið þær eigi heima á tískupöllunum.

Rebecca Romijn (43) er fyrrum ofurfyrirsæta og er ein þeirra sem hefur sett út á þær Kendall og Gigi og meira að segja gengið svo langt að segja að þær séu ekki alvöru fyrirsætur.

Sjá einnig: Er Kendall Jenner orðin ljóshærð?

Rebecca er á þeirri skoðun að vinsældir stúlknanna á samfélagsmiðlum sé frekar ástæðan fyrir því að þær séu að ganga á tískupöllunum heldur en að þær séu í raun ofurfyrirsætur. Kendall er með 55 milljón fylgjendur á Twitter og Gigi er með 16 milljón fylgjendur.

„Það hefur enn engin sýnt fram á fylgni sé milli þess að vera með marga fylgjendur á samfélagsmiðlum og að selja mikið af tískufatnaði,“ segir Rebecca í samtali við ET og bætir við: „Þetta er mjög pirrandi.“

Sjá einnig: Systurnar Kendall og Kylie hanna sína eigin fatalínu

Rebecca trúir því að hún sé ekki sú eina sem sé á þessari skoðun: „Ég þekki mikið af fólki – fólki sem er búið að sanna sig í tískubransanum, sem þolir þetta ekki. Þau þola ekki að þessar samfélagsmiðlastjörnur séu nú ofurfyrirsætur í tískubransanum. Þær eru ekki alvöru fyrirsætur.“

 

SHARE