Þau opinbera óöryggi sitt – hvert er þitt? Myndir

Í nýjasta verkefni sínu “What I be” sýnir ljósmyndarinn Steve Rosenfield innsta óöryggi fólksins sem var nógu hugrakkt til að deila því með almenningi. Rosenfield bað hóp fólks um að skrifa hvað það væri sem veldur þeim óöryggi á húð þeirra og tók fallegar og sláandi myndir.

What I be verkefnið fjallar um hreinskilni segir Rosenfield. Í nútímaþjóðfélagi er okkur sagt að líta út og koma fram á ákveðinn hátt. Ef að stöndum fyrir utan normið erum við oft dæmd, gert að okkur grín eða við jafnvel drepin vegna þess. Ég byrjaði á þessu verkefni til að opna þessa umræðu og hjálpa fólki að samþykkja fjölbreytileikann með opnum huga og hjarta.

Heimasíða verkefnisins inniheldur mikinn fjölda fallegra og sláandi mynda, allt frá dreng sem talinn er of grannur til stúlku sem var einusinni karlmaður. Það sem snertir við manni er hversu viljugir þáttakendur eru til að deila með okkur stuttri lýsingu á sögu þeirra sem sýnir hvernig óöryggi þeirra hefur haft áhrif á líf þeirra og sambönd þeirra við aðra.

Ég hvet áhorfendur til að horfa á myndirnar og setja sig í spor viðkomandi segir Rosenfield. Með því að leyfa þér að finna það sem þau finna, getur verið að þú uppgötvir eitthvað sem þú hefur ekki tekið eftir áður.

 

 

SHARE