Áður en Kim Kardashian var fræg fyrir að vera bara hún, var hún besta vinkona Paris Hilton, eins og flestir vita, en hún kom fyrst fram á forsíðu tímaritsins Complex í febrúar/mars árið 2007 og var yfirskriftin: Hver er Kim Kardashian :Besta vinkona Paris Hilton talar um kynlíf, lygar og myndbönd.

Sjá einnig: Borgaði rúmlega milljón fyrir rass eins og Kim Kardashian

Í viðtalinu gefur Kim sér einkunnina 20 af 10 mögulegum þegar að kemur að kynlífi og kallar sjálfa sig Kim prinsessu. Hún segir sig einnig vera mikið fyrir útivist og vera mikið fyrir að fara í fallhlífastökk, á skíði og í partý. Einnig talar hún um það umtal sem hún hefur fengið fyrir að koma úr efnamikilli fjölskyldu og segir fjölskyldu sína hafa látið mikið eftir sér, en um leið og hún varð 19 ára fór hún að vinna alfarið fyrir sér sjálf og opnaði sína eigin verslun. Sömu söguna segir hún um þáverandi vinkonur sínar Paris Hilton og Nicole Ritchie. Kim þvertekur fyrir í viðtalinu að hún hafi nokkurn tíma tekið upp kynlífsmyndband með þáverandi kærasta sínum, Ray J, en neyddist nokkrum mánuðum síðar að viðurkenna það fyrir heimsbyggðinni, þar sem myndbandið var komið út um allt internetið.

Sjá einnig: Kim Kardashian ætlar að slá í gegn á Snapchat

Síðustu ár hefur ekki mikið borið á vinskap þeirra á milli en á meðan frægðarljómi Paris hefur minnkað, hafa vinsældir Kim Kardashian rokið upp úr öllu valdi með raunveruleikaþætti fjöslkyldunnar, ásamt góðu viðskiptaviti Kim, sem hefur gert hana vellauðuga.

edit-8589-1403720584-8

pariskim3headlinecrop_article_story_large

2FE7368700000578-3398363-image-a-21_1452728350462

30252C5300000578-3398363-image-a-1_1452725002749

Sjá einnig: Kim Kardashian kynnir KIMOJI

30257F9A00000578-3398363-image-a-24_1452729258874

30257FCB00000578-3398363-Around_the_time_of_the_magazine_article_Kim_was_BFFs_with_Paris_-m-23_1452729222516

30258D6700000578-3398363-Kim_was_dating_Ray_J_at_the_time_of_the_interview_and_denied_the-m-29_1452730147295

SHARE