Þessi kúr er alvöru

Guðjón M Þorsteinsson skrifar á Facebook síðu sína kúr sem hann fór í.
Þessi kúr er ekki hefðbundinn megrunarkúr eins og við höfum svo oft lesið um og jafnvel prófað heldur allt öðruvísi og má telja að hann sé ,,nátturlegur” og heilbrigður.
Hér er færslan sem Guðjón skrifaði:

Tók mig til fyrir átján mánuðum og ákvað að fara á nýjan kúr sem ég hannaði sjálfur og heitir ,,get a life”. Sá kúr gengur út á að breyta um lífsviðhorf og þar byrjar allt á að vinna í andlega hlutanum og koma sé af stað í átt að betri heilsu. Þetta er ekki eitthvað sem gert er á nokkrum dögum og ég get sagt það hér og nú að þetta er erfiðasta verkefni sem ég hef tekið mér fyrir hendur, en jafnframt það ánægjulegasta. Tiltektin í hausnum gékk ágætlega og þegar það kom var auðveldara að virkja líkamann til betri verka. Þá var næsta verkefnið sem ég kalla ,,upp úr sófa og í skóna”. Það var ekki síður erfitt og fyrsta daginn var ekki labbað langt, en með hverjum degi var labbað lengra og eftir nokkrar vikur og heilan kassa af plástrum síðar var þetta komið upp í vana. Með þessum labbitúrum mínum komu svo heilabrot sem virka jákvætt á hugann. Það er nefnilega þannig að hugurinn kemur manni ansi langt ef jávæðni er með í för.

Ég lenti í mörgum hrakningum á leiðinni og stundum gékk ég of langt En ég lærði af því og fann hvað þurfti að gera til þess að ofgera ekki líkamanum. Boð og bönn voru ekki á dagskrá, heldur var farið í minnka við sig í ,,sykri og hveiti” og svo borðað oft á dag til þess að halda meltingunni í gangi. Það eru nefnilega margir sem halda að ef þú borðað minna og sjaldnar þá grennist maður. Ég er ekki sammála þannig hugmyndarfræði. Svo átti ég ekki fjármagn til að ráða mér einkaþjálfara þannig að minn hvati var að hreyfa mig með frábærri hugmyndarfræði sem nefnist ,,finndu skóna”.. well það svínvirkaði og núna einhverjum átján mánuðum síðar er ég búinn að losa mig við um 50 kg. og hélt upp á það með því að losa allan fataskápinn minn til Rauða krossins og efniviðurinn þar ef saumaður væri saman myndi duga í eitt gott samkomutjald.

Núna er stefnan að taka einn dag í einu og styrkja mig sem aldrei fyrr andlega og líkamlega. Ég er ekkert á leið í herra heim eða í þríþraut enda var það aldrei ætlunin. Ég gerði þetta til þess að geta leikið við barnabörnin og að losa mig við marga drauga sem hafa verið samferða mér í 20 ár.

Ef ég get þetta þá geta það margir aðrir. Ég verð að viðurkenna að lífið er mun skemmtilegra núna og ég gef meira af mér sem er tilgangur lífs míns. Það er nefnilega svo á stundum að ef maður beytist til heins betra þá eru margir í kring um mann sem græaða á því.

,,ef ekki ég hver þá”
-Gaui.Þ

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here