Kristen Stewart sagði frá því nýlega að samband hennar og Robert Pattinson hafi verið meira eins og „vara“ en nokkuð annað. Kristen segir frá því að hún sé í dag í ástarsambandi við konu og það sé mikill munur á því sambandi og sambandinu sem hún átti með Robert. „Fólk þráði það svo heitt að ég og Rob værum saman að samband okkar var bara gert að „vöru“. Þetta var ekki alvöru lengur og mér fannst það ógeðslegt. Mig langar ekki að fela mig eða það sem ég geri. Ég vil bara ekki vera sögupersóna í skemmtanabransanum,“ sagði Kristen.
Sjá einnig: Kristen Stewart er ástfangin upp fyrir haus
Kristen segist vilja passa vel upp á einkalíf sitt en hún hafi viljað koma þessu frá sér.