Þið trúið ekki hvað fannst í maga hennar eftir keisaraskurð

Yulia Selina er 34 ára gömul kona frá Saint Petersburg í Rússlandi. Hún var ófrísk að öðru barni sínu, en þegar kom að fæðingunni kom í ljós að barnið var í sitjandi stöðu, sem leiddi til þess að hún þurfti að gangast undir keisaraskurð. Líf Yulia var í hættu vegna mikilla blæðinga sem urðu í aðgerðinni, en allt benti síðan til þess að allt færi á besta veg.

Sjá einnig: Þremur vikum eftir fæðingu gerðist nokkuð óhugsandi

Ekki löngu eftir aðgerðina, fór Yulia að finna fyrir miklum verkjum og magi hennar fór að stækka töluvert. Á endanum var magi hennar orðinn stærri en þegar hún var gengin 9 mánuði á leið og átti hún skelfilega erfitt með hreyfingu. Í fyrstu hélt hún að það væru taugaverkir vegna uppskurðarins, en læknar á spítalanum sögðu að það amaði ekkert að henni og töldu einkenni hennar eðlileg vegna þess að hún hafði farið í keisaraskurð.

Eftir ítrekaðar tilraunir til að komast að því hvað amaði að henni ákvað hún að hún yrði að taka málin í sínar hendur. Hún vissi að hún myndi ekki lifa það af ef hún léti ekki kanna ástand sitt betur, svo hún fór á annað sjúkrahús og þar versnaði málið til muna.

Sjá einnig: Fæðing á bílaplani náðist á myndband!

Hún var sett í sónar og við það uppgötvaðist öllum til skelfingar hvað væri að valda ástandi hennar. Brunað var með Yuliu á skurðstofuna og voru fjarlægðir 2,5 lítrar af grefti ásamt heilu laki sem kom af skurðstofunni. Svo virðist sem lakið hafi verið skilið eftir inn í henni með þeim afleiðingum að gríðarleg ígerð komst í leg hennar og stofnaði lífi hennar þar með í stórkostlega hættu.

Sjá einnig: Yndisleg keisarafæðing, barnið fær strax að fara til mömmu – Myndband

g2

g4

g52

SHARE