Þjálfari stjarnanna Tracy Anderson segir að hún horfi bara á sjónvarpsþættina “Girls”. Ástæðuna segir hún vera þá að í þættinum séu sýndar allar líkamsgerðir fólks.

 

Hún segir:

“Einn af þeim hlutum sem ég þoli hreinlega ekki eru tískublöð þar sem allar konur líta eins út. Ég þjálfa allskonar konur, Jennifer Lopez og Gwyneth Paltrow og ég er til að mynda með allt öðruvísi líkama en þær. Ég held að tísku og listaheimurinn þurfi að nota fjölbreyttari fyrirsætur. Konur í öllum stærðum og gerðum.”

Tracy Anderson er þekkt fyrir að þjálfa stjörnur eins og Kim Kardashian, Gwyneth Paltrow, Jennifer Lopez og svo má lengi telja. Hún hefur komið stjörnunum í form eftir barnsburð með umdeildum aðferðum. Hún gaf út kennslumyndband með æfingum fyrir mæður, nokkrum vikum eftir barnsburð. Hún hefur líka hvatt konur til að æfa sig á meðgöngunni.

Þessi ummæli þjálfarans hafa komið fólki á óvart en hún og aðferðir hennar hafa verið umdeildar og spurningarmerki hefur verið sett við mikla líkamsrækt stuttu eftir barnsburð.


Vissir þú að konur upplifa að meðaltali 13 neikvæðar hugsanir um líkam sinn á dag? Og 97% kvenna viðurkenna að hugsa að minnsta kosti einu sinni slæmar hugsanir um líkama sinn dag hvern – “Ég hata líkamann minn” er eitthvað sem margar konur kannast við að hafa hugsað einhverntímann á lífsleiðinni. Það skiptir engu máli hvort að kona stór, smá,grönn,feit, í kjörþynd, yfir kjörþyngd eða hvað það nú er, þessar hugsanir virðast sækja á konur í öllum stærðum og gerðum og það er eitthvað sem veldur.

SHARE