Þessi æðislegi fiskréttur er eitthvað sem þú verður að prófa! Hann kemur frá Eldhússögum.

img_4086-1

img_4099

Uppskrift:

  • 800 g þorskhnakkar eða annar hvítur fiskur
  • 3 msk hveiti
  • 1 1/2 tsk karrí
  • salt og pipar
  • olía og/eða smjör til steikingar
  • 1 stórt eða 2 lítil græn epli, rifinn gróft
  • 1 laukur, saxaður smátt
  • 1 msk kjúklingakraftur (eða 2 teningar)
  • 1 msk karrí
  • 3 dl matreiðslurjómi

Hveiti, karrí, salti og pipar hrært saman. Fiskurinn skorinn í hæfilega bita og þeim velt vel upp úr blöndunni. Fiskurinn er steiktur stutt á báðum hliðum, upp úr smjöri og olíu, þar til hann hefur náð smá lit. Þá er hann veiddur af pönnunni og lagður til hliðar. Smjöri bætt á pönnuna við þörfum og laukur steiktur. Þegar hann hefur mýkst er eplum bætt út á pönnuna og steikt í stutta stund. Þá er rjóma, karrí og kjúklingakrafti bætt út á pönnuna. Sósan er gjarnan smökkuð til með meira karrí, salti og pipar. Því næst er fiskurinn lagður ofan í sósuna og lok sett á pönnuna. Látið malla á meðalhita í ca. 10-15 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn (fer eftir þykkt fisksins). Borið fram með hrísgrjónum og salati.

img_4091img_4092

SHARE