Þrír menn á mótorhjólum hjóluðu á 3 ára gamla stelpu og létu sig hverfa – Ekki er vitað hvort stelpan fær sjónina aftur

Olivía Pollard, þriggja ára gömul var að ganga yfir götuna með mömmu sinni í Englandi, þegar þrír menn komu æðandi að þeim á mótorhjólum og óku á þær. Olivía hentist langar leiðir og var í fyrstu haldið að hún hefði dáið við höggið sem hún fékk.

Ég reyndi að grípa í hana en var of sein, sagði móðir hennar. Hún lenti á brettinu á fremsta hjólinu og maðurinn hægði ekki einu sinni á sér, hélt bara áfram eins og ekkert hefði gerst. Maðurinn á næsta hjóli leit við en allir þrír héldu þeir áfram.

Í fyrstu heyrðist ekkert í Olivíu og mikið blæddi úr andlitinu. Svo fór hún að kalla á mömmu sína.

Á sjúkrahúsinu kom í ljós að höfukúpan var brotin og mikil bólga á heila og áverkar á öllum líkamanum. Læknar stúlkunnar álíta að hin mikla bólga á heilanum valdi því að hún sér ekki en einnig eru þeir hræddir um að beinflísar geti valdið blindunni. Í gærkveldi var sagt að ástand telpunnar væri mjög alvarlegt en stöðugt.

 

Mæðgurnar höfðu skroppið í búð síðastliðinn miðvikudaginn eftir hádegi.  Jessica, móðir Olivíu grátbiður alla sem geta að hjálpa til að finna þessa aumingja sem gerðu litlu telpunni hennar þetta. „Þeir eiga ekki skilið að þið verndið þá“, sagði hún í viðtali.

Tveir menn hafa verið handteknir vegna rannsóknarinnar en lögreglan segist enn vera að leita að „vélhjólaköppunum“.

SHARE