Hugrún Halldórsdóttir er ung kona sem lenti í heldur skemmtilegum samskiptum við konu sem hún þekkti ekki neitt.
Hugrún segir frá þessu atviki í stuttu máli á Facebook síðu sinni sem er vægast sagt fyndið.
Ókunnug Erla var á djamminu í gær og sendi mér sms.
02:15 – Hæ!
02:49 – Góða nótt Þetta er Erla xxx sem var að dansa við þig í kvöld
09:44 – Góðan daginn
09:53 – missed call frá Erlu.
10:02 – Erla fær sms frá mér: Held að þú sért með rangt númer.
Erla: Ok, heitir þú ekki Siggi?
Ég: Langt í frá.
Erla: Jm ok sorry :þ
Ég held að ég sé með rétt númer því þetta númer er á já.is og þar stendur Sigurður og þú dansaðir við mig í gær á Glaumbar. Farðu á fb og skrifaðu nafnið mitt Erla xxxx
Þá sérðu hver ég er og þá kannski manstu það.
Eftir nokkur sms þar sem ég reyni að telja henni trú um að ég sé ekki Siggi kemur þetta:
En Siggi lét mig fá þetta númer á Glaumbar, hann hringdi í mig úr þessu númeri.
Ég: Já ok, sorry, hann var með mér í nótt.
Erla: Jm ok svoleiðis. Hvað er þá númerið hans?
Hugrún tekur svo fram fyrir neðan færsluna að hún hafi ekki þekkt umræddan Sigga og hann hringdi ekki í hana úr hennar síma.
Spurning hvort hann Siggi hafi látið dömuna fá rangt númer?