Við hjá Hún.is báðum fólk í gærkvöldi um að hjálpa Ástu Ruth að finna hvolpinn Jasmín sem hafði horfið sporlaust af heimili hennar. Nú virðist vera komið í ljós að tíkinni var rænt af heimili hennar og síðar um kvöldið seld á Internetinu. Það eru allar líkur á því að kaupandinn hafi ekki vitað að hvolpurinn hafi verið stolinn þannig að endilega hjálpumst að og deilum þessari frétt svo Jasmín komist aftur heim.

Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar er bent á að hafa senda póst á ritstjorn@hun.is eða senda skilaboð á Facebooksíðu Ástu https://www.facebook.com/asta.isleifsdottir?fref=ts

tík

Stolinn 3 mánaða chuahua hvolpur (tík) var seldur á Bland.is í gær. Vinsamlegast deilið svo kaupandinn finnist, sem er örugglega alveg grunlaus. Góður möguleiki á því að hann sé á Akureyri.

SHARE