Tilraunir með bóluefni við Covid-19

Samkvæmt nýjustu fréttum frá National Institute of Allergy and Infectious Diseases (NIAID), lítur út fyrir að ekki sé langt í að bóluefni við Covid-19 verði orðið að veruleika. Fyrstu prófanir á efninu sem um ræðir hófust á mánudag.

Sjá einnig: Hin fjögur stig Covid-19

Hingað til hefur aðal markmiðið verið, í tilraunum á lyfjum, að finna bóluefni sem er öruggt fyrir fólk og hefur litlar eða engar aukaverkanir. Ef lyfið er það, er næst farið í að sjá hversu vel það virkar í raun á veiruna og það er sker úr um það hvort lyfið fái grænt ljós til að fara í áframhaldandi framleiðslu.

Framkvæmdastjóri NIAID, Dr. Anthony Fauci, segir að þessum prófunum hafi verið komið af stað á met hraða. Engu að síður er reiknað með því að bólusetning komi í fyrsta lagi eftir ár.

Sjá einnig: Fyrstu einkenni Covid-19 – Hvað skal gera?

„Að finna örugga og árangursríka bólusetningu við þessari veiru er í forgangi hjá okkur öllum. Þetta fyrsta skref er mjög mikilvægt skref í áttina að því,“ sagði Dr. Anthony.

SHARE