Tískuverslunin Esprit opnar á Íslandi í ágúst!

Alþjóðlega tískufatakeðjan Esprit opnar verslun í Smáralind þann 8. ágúst næstkomandi. Þar verður fjölbreytt úrval af dömu- og herrafatnaði bæði hversdagslegum og aðeins meira spari. Íslendingar hafa líklega margir séð búðir Esprit út um allan heim og eflaust margir spenntir fyrir því að hafa nú kost á því að versla vöruna hér heima.


Glæsileg gallabuxnalína, sem Esprit hefur lagt mikið í að undanförnu, og margskonar fylgihlutir verða jafnframt hluti af vöruframboðinu. Nýja verslunin verður í um 250 fermetra rými þar sem áhersla verður lögð á hlýlegt og þægilegt umhverfi fyrir viðskiptavini sem er í samræmi við nýjar áherslur.

Esprit hefur verið starfsrækt frá árinu 1968 og á uppruna sinn að rekja til San Francisco. Áreynslulaus og falleg hönnun er það sem vörumerkið leggur upp með ásamt því að vera með gæðavöru á góðu verði. Rík áhersla er á náttúruleg gæðaefni. Árið 2011 hófst mikið umbreytingarferli hjá fyrirtækinu á útliti verslana Esprit, fyrir yfir 280 milljónir evra, sem ætlað er að styrkja vörumerkið enn frekar til framtíðar og mun það ferli standa til ársins 2015. Í dag eru verslanir Esprit yfir 1000 talsins í yfir 40 löndum en vörur þess eru einnig seldar hjá fleiri en 10 þúsund endursöluaðilum.

Esprit hefur lengi horft til Íslands og fagnar þeim áfanga að opna verslun undir eigin vörumerki á Íslandi.



SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here