19 ára drengur sem allt of mikið af soyasósu fór í dá og litlu munaði að hann létist vegna of mikils salts í líkamanum.
Drengurinn, sem drakk sósuna eftir að vinir hans mönuðu hann, er fyrsta manneskjan sem vitað er til að hafi, vísvitandi tekið of stóran skammt af svo miklu magni af salti og lifað það af án nokkurra vandamála, samkvæmt læknum í Virginia sem sögðu frá málinu.
Of mikið salt í blóðinu, sést yfirleitt hjá fólki sem hefur mikla list á söltum mat, oft offitusjúklingum. Það er afar hættulegt þegar of mikið salt myndast í blóðinu vegna þess að heilinn missir vatn. Þegar það er of mikið salt í blóðinu, fer vatn úr vefjum og út í blóðið. Þegar vatn fer úr heilanum, geta líffærin farið að skreppa saman og úr þeim getur byrjað að blæða.
Eftir að maðurinn drakk soya sósuna, byrjaði hann að fá taugakippi og fékk svo krampaköst. Vinir hans fluttu hann á bráðamóttökuna. Drengurinn var þegar í dái þegar hann kom á spítalann.
Læknar byrjuðu strax að losa líkama hans við saltið. Þeir gerðu það með því að dæla blöndu af vatni og sykri gegnum rör í nefinu. Á hálftíma dæltu þeir 6 lítrum af sykurvatni í líkama mannsins.
Eftir um 5 tíma varð saltmagnið í líkama hans eðlilegt aftur. Maðurinn var í dái í 3 daga og vaknaði sjálfur.
Þó það sé óalgengt í Bandaríkjunum var það, á fornöldum nokkuð algengt í Kína að fólk reyndi þessa aðferð þegar það ætlaði að fremja sjálfsvíg.
Þá veistu það, það getur verið hættulegt að borða alltof mikið salt.