Tom Cruise hefur ekki hitt Suri í yfir 800 daga

Stórleikarinn Tom Cruise (53) hefur ekki hitt dóttur sína Suri Cruise (9) í gríðarlega langan tíma, eða í yfir 800 daga. Talið er að leikarinn forðist fyrrum eiginkonu  sína Katie Holmes eins og heitan eldinn. Tom hefur verið gríðarlega upptekinn að undanförnu við upptökur á kvikmyndum og hefur ekki enn gefið sér tíma til að hitta dóttur sína, þrátt fyrir að hafa verið staðsettur í sömu borg og hún.

Sjá einnig: Tom Cruise: Var ekki boðið í brúðkaup dóttur sinnar

Sumir segja að hann forðist að hitta fyrrum eiginkonu sína vegna þess að hún sagði sig úr Vísindakirkjunni í kjölfar skilnaðar þeirra árið 2012 og það þykir skömm fyrir þá sem eru enn meðlimir kirkjunnar að eiga samskipti við þau sem segja sig úr trúnni. Aðrir segja að Katie og fjölskylda hennar tali illa um Tom við Suri dóttir þeirra og að hann sé hreinlega of upptekinn við að sinna ferli sínum, að hann gefi sér ekki tíma til að hitta barnið.

Sjá einnig: Tom Cruise hefur ekki séð Suri í tvö ár

2ED2BF1900000578-3334704-image-a-12_1448533712899

Suri býr með móður sinni Katie Holmes í New York og hefur ekki séð föður sinn í yfir 2 ár.

Sjá einnig: Er Tom Curise kominn með kærustu? Sú er lík Katie Holmes.

2ED28D3E00000578-3334704-image-a-4_1448533116638

2ED2916900000578-3334704-image-m-3_1448532948042

 

 

SHARE