Tónlistarveisla á Sjóaranum síkáta í Grindavík

Sjóarinn síkáti í Grindavík hefur fest sig í sessi sem ein öflugasta fjölskyldu og sjómannadagshátíð landsins en á síðasta ári voru um 20 þúsund manns á hátíðinni.

Tónlistin skipar jafnframt stóran sess á hátíðinni. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar koma fram á Sjóaranum síkáta að þessu sinni. Þar má nefna Magga Eiríks og KK, Bubba Morthens, Skálmöld, Matta Matt, Pál Óskar, Rokkabillýbandið, Skítamóral, Gissur Pál Gissurarson, Unni Eggertsdóttur og ýmsa fleiri.

Palli

Fyrir yngri kynslóðina verða ýmis skemmtileg dagskráratriði eins og dorgveiðikeppni sem nýtur mikilla vinsælda, Brúðubíllinn sívinsæli, dans frá Danssmiðjunni, Skoppu og Skrítlu, skemmtisigling fyrir alla fjölskylduna, sjópulsan vinsæla verður í höfninni, hægt að fá reiðtúr með mótorhjóli, fara á hestbak, Gókart, sprellleiktæki, hoppikastalar og trúðar verða á svæðinu og margt fleira.

Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur kemur myndarlega að hátíðinni, sérstaklega á Sjómannadeginum sjálfum. Fimmta árið í röð er svo bænum skipt upp í fjögur litahverfi og síðan verður litaskrúðganga á föstudagskvöldinu úr hverfunum fjórum að hátíðarsvæðinu við Kvikuna. Grindvíkingar hafa skreytt bæinn sinn hátt og lágt og tekið virkan þátt í hátíðarhöldunum. Við bjóðum jafnframt alla landsmenn velkomna á Sjóarann síkáta.

Guðbergsstofa formlega opnuð í Kvikunni á sunnudaginn kl. 16:00 og jafnframt verður málþing til heiðurs Guðbergi Bergssyni, rithöfundi og heiðursborgara Grindavíkur.

Guðbergur.

Guðbergsstofa er safn og sýning um Guðberg eins virtasta rithöfundar Íslendinga fyrr og síðar. Guðbergur fæddist í Grindavík árið 1932 og ólst þar upp. Guðbergur hefur alla tíð tengst Grindavík sterkum böndum. Á sýningunni er að finna allar bækur og verk sem gefin hafa verið út eftir Guðberg á Íslandi, sýnishorn af bókum og verkum Guðbergs sem þýdd hafa verið á erlend tungumál, sýnishorn af óútgefnum verkum Guðbergs, verðlaunagripir og viðurkenningar, ýmsir gamlir munir, ljósmyndir og saga og ferill Guðbergs má sjá á stórum veggskiltum. Guðbergur varð áttræður á síðasta ári.

ben

Hér er svo brot af því besta á dagskránni:

dagskrá lagað

Sjá nánar alla dagskránna hér

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here