Tonnatak notað til að lækna þriggja vikna gamla stúlku – Sjaldgæf aðferð.

Í síðustu viku sprakk slagæðagúlpur í heila hinnar þriggja vikna gömlu Ashlyn Julian. Læknar í Kansas tóku á það ráð að setja sérstakt tonnatak í heila hennar í þeim tilgangi að stoppa heilablóðfallið.

Málið hefur vakið mikla athygli og ekki síst fyrir aðferðina sem notuð var en læknar segja að án meðferðarinnar hefði stúlkan dáið. Foreldrar Ashlyn komu með hana á spítalann í síðustu viku eftir að hún byrjað að fá krampa og ældi stanslaust.

Foreldrar hennar segja:
“Hún var mjög rólegt og þögult barn í upphafi. Allt í einu byrjaði hún að öskra og æla stanslaust, þá vissum við að eitthvað mikið var að.”

Eftir að hafa gert rannsóknir á stúlkunni fundu læknar það út að stúlkan hafði slagæðagúlp í miðjum heila sínum. Skurðlæknirinn sem sá um stúlkuna sagði við foreldra hennar að æðagúlpar sem þessir í heila ungbarna væru svo óalgengir að það væru sjaldan til skurðhnífar og tæki og tól sem væru nógu smá til að hægt væri að nota þá í aðgerðum. Læknar þurftu því að fara óhefðbundnar leiðir.

Læknar segja að þetta sé í fyrsta skiptið sem tonnatak er notað til þess að stoppa heilablóðfall hjá ungbarni. Þessi aðferð er mjög sjaldgæf og er ekki notuð oft. Ashlyn, sem fæddist í maí mun ná fullum bata að sögn lækna.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”CpiilmDDHbs”]

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here