Nú þegar flest allir eru að hugsa um hollan og góðan mat kemur þessi uppskrift frá Eldhússögur.com að góðum notum.

img_7745

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Uppskrift:

  • 1 dós túnfiskur í vatni
  • 1-2 lárperur (avókadó)
  • 1/2 lítill rauðlaukur
  • 1 stór dós kotasæla
  • ferskt kóríander
  • salt og pipar
  • 1/2 rautt chili (má sleppa)

Avókadó er skorið í fremur litla bita. Rauðlaukur saxaður mjög smátt. Kóríander saxað fremur smátt. Ef notaður er chili er hann fræhreinsaður og saxaður mjög smátt. Öllu blandað vel saman. Gott að setja á gróft hrökkbrauð með t.d. tómatsneiðum og/eða káli eða bara eitt og sér. Salatið geymist í boxi með vel þéttu loki í minnst 2-3 daga – það hefur eiginlega aldrei reynt á það hjá mér!

img_7739

 

SHARE