Saga þessa tveggja ára drengs hefur snert mörg hjörtu. Logan Stevenson þjáðist af sjaldgæfum sjúkdómi sem olli því að æxli mynduðust á nýrum hans. Læknar sögðu foreldrum hans að hann ætti einungis nokkrar vikur ólifaðar eftir að annað nýra  hans var fjarlægt. Foreldrar hans vildu gleðja drenginn síðustu daga hans á þessari jörðu og gerðu það með  því að gifta sig og leyfa litla drengninum að vera svaramaður í brúðkaupinu.

Þau giftu sig um helgina umkringd fjölskyldu og vinum og litli drengurinn fékk að gleðjast með fjölskyldu sinni.

Því miður lést Logan á mánudaginn en minningin um hann lifir. Móðir hans setti eftirfarandi ummæli á Facebook:
“Klukkan 8:18 gaf sonur minn upp andann í fangi mínu. Ég er svo sorgmædd og í mikilli vanlíðan og ég hef misst trúna. Hann er með englunum, og hann þjáist ekki lengur. Það er komið nóg af veikindum og sjúkrahúsum. Við elskum ykkur öll fyrir bænir ykkar.”

Hún hafði sagt fyrr þann daginn:
“Ég er svo þakklát að við höfum getað sagt öðrum frá þessari reynslu okkar og deilt sögu hans með ykkur. Við viljum að allir viti hver Logan er. Minningin um hann lifir. Ég er bara þakklát fyrir að geta fengið að hafa son minn heima og að geta eytt tíma með honum og faðmað hann áður en hann kveður þennan heim. Ég er þakklát fyrir að fá í það minnsta að kveðja son minn og segja honum að allt verði í lagi.”


Að missa barn hlýtur að vera það erfiðasta sem nokkur manneskja getur gengið í gegnum en þá er líklega fátt mikilvægara en að eiga góðar minningar.

 

SHARE