Aníta Guðlaug Axelsdóttir fann þennan fallega hring á Lækjartorgi aðfaranótt laugardags. Hún sendi okkur mynd af hringnum og bað okkur um að sýna lesendum okkar hringinn í þeirri von að ein af öllum þeim konum sem lesa vefinn kannist við hringinn.
Aníta segir:
“Ég er ekki alveg með nógu fína myndavél til að taka nákvæma mynd af honum, en það stendur ekkert inní honum nema “18KGP” Ég fann hann á götunni aðfaranótt laugardags á lækjartorgi og ég á erfitt með að trúa að eigandinn sakni hans ekki, hann er svo ótrúlega fallegur!”
Endilega deilið þessu áfram og finnum nú eiganda hringsins!