Um 65% kvenna og 11% karla nota kynlíf sem vopn eða verðlaun samkvæmt nýrri rannsókn

Um 65% kvenna nota kynlíf sem vopn eða verðlaun samkvæmt nýrri rannsókn.

Rannsókn sem gerð var að kynlífi hjóna eða para í Bretlandi leiddi í ljós að konur eru líklegri en menn til að nota kynlíf sem verðlaun fyrir “góða hegðun”.

Í rannsókninni, sem gerð var af ukmedix.com, tók mið af 1,994 mönnum og konum á aldrinum 18 ára og eldri. Allt var fólkið í samböndum.

Þegar þau voru spurð “Hefur þú einhverntímann notað kynlíf sem verðlaun fyrir maka þinn, nú eða áður?” Svöruðu 2/3 af konunum játandi meðan aðeins 11 prósent mannanna sögðust hafa gert það.

Algengast var að heimilisstörf væru verðlaunuð með kynlífi (38% kvenna hafði verðlaunað maka sinn með kynlífi fyrir að hjálpa til með heimilisstörfin), ef maðurinn gaf konunni gjöf fékk hann “verðlaun” líka (34&) makinn eldar máltíð og fær verðlaun (21%) og makinn hugsar um börnin og fær verðlaun (28%)
Mennirnir voru líklegastir til að verðlauna með kynlífi ef maki þeirra: Leyfði þeim að horfa á íþróttir eða stunda íþróttir (35%) Og 17% manna verðlaunuðu konur sínar eftir kvöld úti með félögunum.

Í heildina voru það 78% af fólkinu sem tók þátt í rannsókninni sem fannst ekkert að því að verðlauna maka sinn með kynlífi.

Thomas O´Connell, einn af þeim sem stóð að rannsókninni segir: “Það er áhugavert að sjá að mun fleiri konur en karlar, nota kynlíf sem verðlaun: En verður þó að teljast ljóst að kynlíf virðist oft vera notað sem einskonar vopn til að fá makann til að gera það sem þú vilt. Eitt er alveg ljóst, bæði menn og konur gera þetta, og öllum virðist vera sama!”

Hvað finnst þér um þetta? Finnst þér að kynlíf ætti að vera notað sem verðlaun en ekki stundað af ánægju fyrir báða aðila?

SHARE