Samkynhneigð, hávaði og stefnumót bönnuð á HM í Katar

Heimsmeistarkeppnin í knattspyrnu karla verður haldin í Katar næstkomandi nóvember og desember. Ákvörðunin um að halda keppnina í Katar þykir ansi umdeild og margir gagnrýnt það og segja að verið sé að halda einn stærsta viðburð í heimi, í landi sem virðir ekki almenn mannréttindi. Ekki er komið á hreint hvort að þessi auglýsing komi beint frá yfirvöldum í Katar eða FIFA en þetta segir samt allt sem segja þarf og hversu fáránlegt það er að það sé verið að halda þessa keppni í þessu landi. Brot á mannréttindum virðast vera daglegt brauð og mörg brot verið framin við undirbúning keppninnar hvað varðar vinnuaðstæður og fleira hjá verkafólkinu sem vinnur við að standsetja vellina. Óháð menningu landsins þá eru sumir punktar þarna algjörlega fáránlegir og ekki knattspyrnunni til sóma.

SHARE