Um hun.is

Þann 14. september 2012 opnaði vefmiðillinn Hún.is eftir langa undirbúningsvinnu en stofnendur tóku höndum saman og ákváðu að nú væri kominn tími á nýja nálgun á afþreyingarvef miðaðan að konum.

Kidda Svarfdal

kiddaKidda Svarfdal er úr sveit á Ströndum en býr í borginni með dóttur sinni. Kidda er hársnyrtisveinn en villtist inn í blaðamennsku þar sem hún hefur fengið útrás fyrir tjáningarþörfina en hún er í dag ritstjóri á Hún.is. Ásamt henni er flottur hópur af konum að skrifa á vefinn.

Kidda hefur starfað á nokkrum af stærstu fjölmiðlum landsins og er reynd í blaðamennsku, en skrif hennar hafa náð miklum vinsældum.

Kidda hefur mikinn áhuga á mannlegu atferli en einnig hefur hún gaman að því sem kitlar hláturtaugarnar, samskiptum kynjanna og fleira.

Pistlar hennar og fréttir hafa notið gríðarlegra vinsælda en þær bera oft á tíðum keim af hennar skemmtilega húmor og oft kaldhæðni.

 

Ritstjórn Hún.is

Kidda Svarfdal

ritstjorn@hun.is

Ritstjórn síðunnar:

Þær athugasemdir við greinar skrifuð af lesendum síðunnar eru á ábyrgð þeirra sem þær rita, en ritstjórn áskilur sér rétt til þess að fjarlægja athugasemdir við greinar og/eða fréttir án fyrirvara.