Hér fyrir neðan er uppskrift af æðislegri eplaköku – það getur verið snilld að nota eplaskerann sem þú getur séð hér í bakstrinum

Innihald:

400 gr. hveiti

100 gr. sykur

1 1/2 tsk. kanell

1/2  tsk. salt

150 gr. smjör

Kalt vatn eftir þörfum

1 dós sýrður rjómi

1 egg

1/2  tsk vanilludropar

11/2   kg. epli afhýdd og sneidd í eplaskeranum og síðan skorin smærra

100 gr. saxaðar valhnétur eða pekanhnetur

50 gr. hrásykur eða púðursykur

 

Aðferð:

Takið frá 2 – 3 msk af hveitinu og leggið til hliðar. Restin af hveitinu, 50 gr af sykri 1/2 tsk kanel og saltið sett í skál. Smjörið mulið eða saxað saman við, ásamt nægilegu vatni til að deigið loði saman. Hnoðað í kúlu og geymt í kæli í 1-2 klst. Þá eru tveir þriðju hlutar af deiginu flattur út í hring og notaðir til að klæða fremur djúpt form, þannig myndast bökuskelin. Ofninn er hitaður í 180°. Sýrður rjómi, egg, vanilludropar og afgangurinn af hveitinu og sykrinum hrært vel saman og síðan blandað saman við eplin.  Þetta er síðan sett í böku skelina. Hnetum, sykri og 1 tsk kanel, blandað saman og stráð yfir. Deigið sem eftir er má hvort heldur fletja út og breiða yfir og skera kross í miðjuna, eða mola niður og strá yfir bökuna.  Sett í ofninn og bakað í 50 – 60 mínútur. Gott er að bera bökuna fram volga með ís eða rjóma.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here