Undraefnið kókosolía – 12 leiðir til að nota hana

Svokallað Oil pulling:

Ef þú hefur ekki heyrt um oil pulling er um að gera að skoða það. Að skola munninn upp úr kókosolíu í 20 mínútur á dag (helst í byrjun dags, áður en þú burstar tennurnar) getur hjálpað til við að “detoxa” líkamann, laga höfuðverk, hvítta tennur og fleira.

Mýkja naglabönd:

Ef þú þværð þér oft um hendurnar eða naglaböndin þurfa bara smá umhyggju, berðu þá smá kókosolíu á þau tvisvar á dag.

Næra þurra enda:

Berðu smá kókosolíu í endana á hárinu til að mikinn raka í skemmda, þurra enda hársins.

Húðskrúbbur:

Kókosolía er mjög góður grunnur til að búa til sinn eigin líkamsskrúbb. Blandaðu olíunni saman við sykur og þá er það komið! Einfalt og þægilegt en rosalega mýkjandi.

Til að minnka óþægindi við nefrennsli:

Ef þú ert með nefrennsli, hvort sem það er vegna kvefs eða ofnæmis, er gott að bera smá kókosolíu inn í nasirnar og þar í kring til að minnka ertingu.

 Til að gefa vörunum raka:

Berðu smá kókosolíu á varirnar fyrir nóttina til að gefa þeim raka og ekki er verra að fá góða bragðið sem endist nóttina.

Fjarlægja farða:

Kókosolían er góð til að hreinsa húðina og nær jafnvel að hreinsa maskarann líka. Varist að fá olíuna inn í augun.

Sem rakkrem:

Kókosolían er mjög góð til að nota í stað raksápu, hún mýkir húðina og kemur í veg fyrir ertingu eftir rakstur. Einnig er mjög auðvelt að hreinsa rakvélina eftir rakstur þegar kókosolían er notuð.

 Til að koma í veg fyrir hrukkur:

Berið smá kókosolíu í kring um augun til að koma í veg fyrir hrukkur og bauga.

Til að vinna á bólum:

Berðu smá kókosolíu á bólu og láttu hana liggja í 15 mínútur. Hreinsið af með volgu vatni og látið húðina þorna(ekki nota neitt annað efni á húðina). Sótthreinsandi eiginleikar olíunnar munu vinna á bólunni.

Til að auka hárvöxt:

Berið kókosolíu á hársvæði þar sem þú vilt auka hárvöxt, eins og til dæmis í augabrúnir.

 Minnka sólbruna:

Berið kókosolíu á húð sem hefur sólbrunnið til að róa hana og græða.

 

SHARE