Ung stúlka lést í gær í dýragarði í Bretlandi eftir að verða fyrir barðinu á tígrisdýri

Þjálfari dýrsins var nýbúin að setja dýrið í búrið þegar það réðst á hana. Konan var enn inni í búrinu.

Ung kona sem vann í dýragarði er látin eftir að tígrisdýr réðst á hana fyrir framan gesti.

 

 Sarah McClay, the zookeeper mauled to death by a tiger

 

Tígrisdýrið réðst á Sarah McClay, 24 ára og sökkti tönnunum í háls hennar og höfuð. Sjúkraflutningamenn sem komu á staðinn reyndu að hlúa að sárum hennar og framkalla hjartahnoð og náðu að lífga hana við eftir árásina. Flogið var með stúlkuna á spítala nálagt þar sem hún var úrskurðuð látin.

Eigandi staðarins sem heitir South Lakes Wild Animal Park sagði að Sarah hefði verið mjög reynd í að hugsa um stór tígrisdýr og hafði engar skýringar á því af hverju stúlkan hefði verið inni í búrinu með dýrinu.

Hann sagði við BBC að hún hefði líklega bara ekki farið eftir reglunum. “Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum, vegna þess að hún hafði enga ástæðu til að gera þetta, opnaði hún búrið og fór inn þar sem tígrisdýrin voru og við munum aldrei vita hvers vegna.”

Sjúkraflutningamenn sögðu að Sarah hefði haft hræðilega áverka. Talsmaður fyrirtækisins segir að dýrið hafi ekkert gert rangt og það sé ekki á dagskránni að aflífa það.

Hér má sjá frétt um málið:

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”Ic2OwjxT9ds”]

 

 

a tiger

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here