Úrslit í förðunarleik 2. sætið – Sjáðu myndirnar

Við hér á Hún.is í samstarfi við Kristínu Stefánsdóttur höfund bókarinnar Förðun skref fyrir skref og Bókaútgáfuna Eddu efndum til leiks, sem var þannig að við vildum fá senda mynd frá ykkur þar sem einungis hálft andlitið var farðað en hinn helmingurinn alveg ófarðaður, því meiri munur því betra.
Hér er svo árangur þessa samstarfs okkar og gefum við Kristínu Stefánsdóttur orðið:

„Þegar Katla settist í stólinn hugsaði ég náttúruleg fegurð og ekkert annað kom til greina en að hafa milda förðun! Hún hefur svo falleg augu og húð að ég notaði á hana milda liti og dró fram hennar náttúrulega útlit.
Ég setti á hana Stift farðann með Kabuki farðabursta, til fá létta áferð og skyggði andlitið með sólarpúðri. Notaði dökkan augnskugga til að  draga fram augun, ekki augnblýant, þar sem augnskuggi gefur mildari áferð og endist lengur.

Maskaraði vel með Lush maskara og notaði ekki fölsk augnhár þar sem hennar eigin augnhár eru þétt og löng. Notaði brúnbleikan varalitablýant sem gengur við alla milda liti á varirnar og bjartan varalit í stíl og gloss yfir.

Mótaði augabrúnir með augabrúnatússpenna sem mótar augabrúnirnar án þess að láta þær líta út eins og teiknaðar.

Katla Boghildur 2.sætið.

katla4

Katla
Farði-Pale beige stift.
Kinnalitur-Rosette.
Augu– Coal púðurblýantur og augnskuggar fjólubláir úr 120 lita pallettunni.
Augnskuggagrunnur settur undir til að festa litinn og fá þá hreina og tæra.
Maskari -Lush.
Varalitablýantur– Natural.
Varalitur– Micro Nude.
Gloss – Orchid ice.

Elvar Logi hjá Kompaníinu sá um hárið.

Emilía Alexandersdóttir verslunarstjóri og stílisti sá um fatnaðinn frá Vero Moda.

 

 

 

SHARE