Vala Grand birti fyrr í dag mynd af ástarbréfi sem hún fékk inn um lúguna, hún sá þó að sér og var fljót að fjarlægja myndina. Vala segist hafa orðið mjög hissa þegar hún kom heim í dag. Á gólfinu var bréf sem á stóð nafn manns sem afplánar nú dóm á Litla-Hrauni.

Vala opnaði bréfið og las það yfir. Henni varð mikið um og birti myndir af bréfinu á Facebook og sagði:
Ok hver er þetta aftur var að fá ástarbréf frá einhverjum á Litla Hrauni? Sem ég þekki ekki neitt? Þetta bréf fékk mig að gráta og svo sætt og einlægt og sorglegt omg þetta kalla ég old fashion flirt!

Í bréfinu stóð meðal annars að hann hefði fylgst með henni í fjölmiðlum lengi og alltaf langað að tala við hana. Vala segir að hann sé greinilega sinn helsti aðdáandi.

Vala segir að bréfið sé einlægt og fallegt en fólkið sem skrifaði ummæli við myndina veltir því fyrir sér hvort þetta sé hugsanlega grín. Vala segir að hún sé hreinlega ekki viss hvort að bréfið sé í raun frá þessum manni eða einhverjum sem er að hrekkja hana. Vala er ekki búin að ákveða hvort hún muni svara bréfinu en ef hún svarar mun hún þakka fyrir bréfið. Hún setti svo eftirfarandi status á Facebook þar sem hún svarar manneskjunni sem sendi henni bréfið, hvort sem sú manneskja er fanginn sjálfur eða einhver sem er að hrekkja hana. Fanginn sem um ræðir hefur komið fram í fjölmiðlum áður.

“Vil biðja manninn afsökunar því ég veit ekki hvort þetta bréf var frá honum í raun og veru eða hvort einhver er að stríða mér og já vil bara segja sorry að hafa sett þetta bréf á Facebookið mitt. En come on mér bara fucking brá að fá bréf frá þér því ég veit ekki rassgat hver i fjandanum þú ert fyrr en nuna þegar ég gogglaði þig so pleas dont try to hurt me. Ég er svo fucking mega stressuð núna en allavega takk fyrir fallegt og einlægt bréf sem lét mig gráta og ég finn til með þér en veit ekki hvort ég sé rétta konan fyrir þig. I like my men sakaskrálausa ef ég á að vera hreinskilinn!!! are we coool!!”

Vala segir þó að fólk geti breyst og að hún sé alltaf tilbúin að gefa fólki annan séns. Hún segir: Fólk breytist þannig að númer eitt, breyttu um lífstíl og sjáum þá til. Þá er kannski hægt að skoða deit. Vala er ekki á föstu eins og er og er bara að leika sér og njóta þess að fara á stefnumót og skoða hvað er í boði.

Vala hefur fjarlægt myndina af bréfinu af Facebook síðu sinni. Bréfið var langt eða nokkrar A4 blaðsíður. Við munum ekki birta bréfið hér.

SHARE