Vala Grand þekkja flestir og þarf því ekkert frekar að kynna. Hún er hörkudugleg og lætur ekkert stoppa sig.
Vala hefur gengið undir kynleiðréttingu eins og þjóðin veit og hefur hún stutt vel við þá baráttu.
Hún ætlar sér núna að gefa út snyrtivörulínu sem kallast Grand look. Vala setti inn hugmynd sína inná Karolinafund.com sem má fara inná með að smella hér.
Inná síðunni setur fólk inn hugmynd sína sem það vill koma í framkvæmd og óskar eftir styrkjum frá fólki.
Þeir sem styrkja fá allavega gjafir fyrir það en nánar má sjá um það neðar.

valag

Af hverju Grand Look?

Ástæðan fyrir því að ég ákvað að feta þessa braut og byrja með mína eigin snyrtivörulínu er margþætt. Eins og flestir vita er ég transkona og hef þ.a.l. þurft að mæta margvíslegu mótlæti í lífinu.

Á sama tíma og ég var að berjast við að öðlast viðurkenningu samfélagsins þurfti ég líka að læra uppá eigin spítur hvernig á að líta út eins og kona, hugsa um húðina útfrá hormónabúskap kvenna, læra að mála mig og í raun að skilgreina hver ég vildi vera út á við sem manneskja og sem kona.

Þetta fékk mig til þess að sækja mér menntun á sviði förðunar og hárgreiðslu og kveikti gífurlegan áhuga á öllu því sem tengist umhirðu húðar, förðun og hárgreiðslu.

Ég hef komið langan veg frá því að ég áttaði mig á því að ég væri fædd í röngum líkama, ég hef fært margar fórnir í gegnum þetta ferli. Hef þurft að endurskilgreina mig og mitt gildismat í lífinu og stigið upp sem sterkari kona fyrir vikið sem býr jafnframt yfir miklu innsæi þegar kemur að málefnum sem snerta útlit kvenna.

Ástæðan fyrir því að ég vil láta fasta prósentu af öllum ágóða renna til Barnaspítala Hringsins og góðgerðamála sem vinna fyrir börn og fjölskyldur er meðal annars sú að í gegnum þetta ferli fórnaði ég eiginleikanum til þess að geta getið mín eigin börn og sem transkona er mjög tvísýnt með ættleiðingar eins og lagaumhverfið á Íslandi er í dag. Með þessum styrk til góðgerðamála get ég þó sýnt einhverjum börnum kærleik og veitt þeim aðstoð.

Að þessu sögðu er það mín einlæga ósk að þið veitið mér brautargengi til þess að láta þessa snyrtivörulínu og draum minn verða að veruleika.

valagg

Hvað er Grand Look?

Grand look er hágæða snyrtivörulína. Vöruframboðið er mjög fjölbreytt og samanstendur af fjölda húð og snyrtivara sem allar eru unnar úr náttúrulegum efnum.

Meðal þeirra innihaldsefna sem notuð eru í vörurnar má nefna avocado olíu, Aloe vera, möndluolíu, grænt te og jojoba olíu. Innihaldsefnin eru þó mun fleiri og misjöfn eftir vörutegundum. Þau eiga það þó öll sameiginlegt að búa yfir jákvæðum eiginleikum sem staðfestir hafa verið með ótal rannsóknum enda hafa þessi þekktu náttúrulegu innihaldsefni verið rannsökuð í þaula.

Að auki eru allar vörurnar ofnæmisprófaðar, lyktarlausar, lausar við skaðleg efni og þekkta ofnæmisvaka. Samsetning vörunnar miðar einnig að því að koma í veg fyrir að svitaholur stíflist sem gerir það að verkum að myndum fílapensla og önnur húðvandamál eru ólíkleg.

Á Íslandi er stór markaður fyrir snyrti og húðvörur. Umhleypingasamt veðurfar gerir það að verkum að húð íslendinga þarf oftar en ekki meiri umhirðu sökum ytri aðstæðna. Þessar vörur bjóða upp á mikinn fjölbreytileika og svara kalli samfélagsins eftir náttúrulegum gæðavörum sem veita þá vörn og umhirðu sem húð íslendinga vantar.

valaggg

Vörurnar verða seldar í gegnum netverslun á heimasíðu sem eingöngu er tileinkuð vörunum, upplýsingum um þær ásamt leiðbeiningum um förðun og umhirðu húðarinnar.

Til þess að styrkja verkefnið smellir þú einfaldlega á ‘pledge to project’ hnappinn hér hægra megin á síðunni sem þú ferð inná hér. Velur upphæð og greiðir með kreditkorti á öruggri síðu hjá Borgun. Einfaldara gæti það ekki verið.
Ef takmarki er ekki náð innan 40 daga fá þeir sem lagt hafa inn endurgreitt.
Það er ekki nauðsýnlegt að vera með kredidkort heldur er aðeins hægt að skrá sig inn og leggja inn á.

SHARE