Við höldum áfram að hjálpa ykkur að finna hinn eina sanna eftirrétt fyrir áramótaboðið. Þessi dásamlegi ís ætti ekki að svíkja nokkurn einasta mann. Uppskriftin er fengin af Eldhússögum.

Sjá einnig: Geggjaður Toblerone jólaís með hnetum og banönum

img_8423

Vanilluís fyrir 6.

  • 5 dl rjómi
  • 4 eggjarauður, ég nota Brúnegg
  • 60 g sykur
  • 1 vanillustöng, klofin og fræin skafin úr
  • 100 g Odense marsípan, skorið í litla bita (gott að skera það hálffrosið)
  • 100 g Daimkúlur (1 poki)

IMG_8393

Léttþeytið rjómann. Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til blandan verður ljós og loftmikil. Bætið léttþeyttum rjóma, vanillufræum, marsípani og daim kúlum út í. Hellið blöndunni í ísform eða t.d. 22 cm hringlaga smelluform og frystið. Gott er að bera ísinn fram með heitri súkkulaðisósu (hér á myndinni bætti ég um enn betur og notaði Dumle go nuts sósu, þ.e. súkkulaði, karamellu og hnetur – uppskrift er að finna hér.)

IMG_8429

SHARE