Var bjargað úr kjafti kattar – Þekki þið þennan páfagauk?

Kannist þið við þennan fugl? Endilega deilið áfram.

Bjargaði þessum gára áðan (á miðnætti 13. Mars) úr kjafti kattar, er særður og vantar að komast heim? Kannast einhver við hann? Er í HFJ 

Varð vör við hryllileg öskur fyrir utan stofugluggann hjá mér og barninu, ég stökk af stað og opna hurðina og heyri þessi öskur fjarlægjast íbúðina. Hoppa í skó og skokka á eftir öskrunum og sé þar tvo ketti, annar þeirra með þetta sem öskraði í kjaftinum sem ég sá ekki hvað var svo ég herti hlaupin og hann missir þetta. Reyndist þetta vera páfagaukur og þurfti ég grínlaust að berjast við kettina að ná páfagauknum sem var öskrandi eins og ég bara .. get ekki lýst. Ég næ fuglinum og labba inn í íbúð með hann öskrandi og búinn að bíta sig fastann í puttann á mér. Hann er með sár á væng og stél, og sýnist á baki líka. Hann er þó hættur að öskra. Hann virðist alveg ætla að lifa þetta af, hætt að blæða (ég er að vísu öll í blóðinu hans) og hann er orðinn rólegur og hangir á mér. Kærastinn er búinn að ganga í næstu hús en enginn svarar, enda klukkan orðin margt. Ég reikna ekki með öðru en að kisurnar hafa hleypt sér sjálfar inn til fuglsins.

… en mig vantar eiganda? Eruð þið til í að gera mér greiða og deila þessu sem víðast? Hann er staddur hjá mér í Hafnarfirði rétt hjá völlunum.1013767_10202163502303975_1926149692_n

Ef þið hafið einhverjar upplýsingar um hver á þennan páfagauk getið þið haft samband við Ásdísi á Facebook

SHARE