Varð að sofa hjá stjörnunni – „Ég er Drottning alheimsins!“

Söngkonan Lady Gaga hefur eytt seinustu dögum í réttarsal þar sem fyrrum persónuleg aðstoðarkona hennar, Jennifer O´Neal er að stefna stjörnunni fyrir ógreidda yfirvinnu. Hún segir enn fremur að  hún hafi verið neydd til þess að sofa hjá stjörnunni til að halda vinnu sinni.

Í gögnum um málið segir að Jennifer hafi ekki fengið að eiga sér neitt einkalíf. Hún hafi ekki getað talað við vini sína og fjölskyldu, né haft tækifæri til að gera neitt því Lady Gaga hafi heimtað að hún svæfi alltaf við hliðina á henni. Jennifer segist meira að segja hafa þurft að vakna á nóttunni til þess að skipta um DVD mynd í tækinu á hótelherberginu því Gaga hafi ekki getað staðið upp og gert þetta sjálf.

Mótsvar Gaga við þessu tók 6 klst að flytja og segir Gaga meðal annars þar að Jennifer þessi sé „Norn og viðbjóðsleg manneskja“ og „Andskotans hverfisrotta sem er að reyna að láta hana greiða peninga sem hún hafi ekki unnið sér inn fyrir“. Lady Gaga gekk meira segja ennþá lengra með þessi ummæli sín því hún sagði líka: „Jennifer heldur að hún sér Drottning alheimsins og vitið þið hvað, hún vill ekki vera þræll neins en í mínu starfi og því sem ég geri þá ER ÉG drottning alheimsins á hverjum degi!“

Stór orð þarna!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here