Myndin hér að ofan hefur gengið milli manna á Facebook síðustu daga. Foreldrar eru varaðir við því að kaupa leikföng í baðið fyrir börnin sem eru með gati og ekki er hægt að þrífa að innan. Þetta er gúmmíönd sem börn leika sér með í baði. Við könnumst öll við þessi leikföng, börnin leika sér með þetta í baðinu og láta öndina sprauta vatni á sig.
Mamman sem birti þessa mynd var að þrífa baðleikföngin, hún kreisti vatn úr öndinni og út kom svört mygla. Mömmunni var misboðið og ákvað að opna öndina með því að skera hana í sundur og það sem blasti við henni var svört mygla. Móðirin biður fólk um að deila þessu áfram svo foreldrar séu ekki, hugsanlega að skaða börnin sín óviljandi.
Guðbjörg Snorradóttir sá myndina sem gekk um á Facebook og ákvað að skoða leikfang dóttur sinnar. Við fengum að birta myndina og skilaboðin sem hún birti á Facebook síðu sinni:
“Eftir að hafa séð ógeðis myndir af myglunni sem verður til í baðdótinu hjá börnum, gerði ég svokallaða heimatilraun og klippti í sundur baðdótið hennar Laufeyjar Önnu sem hægt var að setja vatn í og sprauta… Þetta var útkoman!! Niðurstaða tilraunar: ekki kaupa baðdótið sem ekki er hægt að þrífa og þurrka almennilega..”