Veitingastaðurinn Sushi Samba býður upp á veisluþjónustu sem hentar við öll tilefni hvort sem það er útskriftarveislan, árshátíð, brúðkaup, fermingar, skírnarveislur, kokteilboðin eða bara gott partý!
Sushi Samba hefur verið í uppáhaldi hjá okkur á Hún.is enda er staðurinn þekktur fyrir sinn frábæra mat sem er blanda af unaðslegum Sushi bitum og allskyns tapasréttum. Þjónustan er frábær og andrúmsloftið gott.
Nú getur þú fengið veitingastaðinn heim í hús og pantað dýrindis rétti til að bjóða gestum þínum upp á.
Lágmarkspöntun er fyrir 8 manns og pantanir þurfa einungis að berast með dags fyrirvara. Réttirnir sem eru í boði eru fjölmargir og hér sýnum við nokkra þá matseðla sem eru í boði. Þú getur séð allan mat hér.
Hérna er smá sýnishorn og þetta er ekkert lítið girnilegt!