Verum ÞAKKLÁT fyrir gáfurnar sem okkur eru gefnar

Hafið þið velt því fyrir ykkur að í germönskum málum er notað sama orð yfir gáfur og gjöf? Ekki veit ég frekar enn germanskir forfeður okkar hvaðan þessar gjafir komu en ég veit að um gjafir er að ræða.  Fátt er fjarri mér en að dýrka gáfurnar og finnst mér alveg fráleitt þegar fólk hreykir sér af gáfunum. Verum hins vegar þakklát og glöð með þeim sem eru gáfaðir, vel gefnir og ég bið þá að athuga að þeim er vel gefið. Þeir tóku ekki gáfurnar hjá sjálfum sér, foreldrarnir réðu ekki einu sinni hve mikið þeir fengu.  Ef við hefðum eitthvað um það að segja hvað börnin okkar fá af gáfum væru öll börn áreiðanlega mjög vel gefin. Þá væri öllum fullgefið.  Og ég er glöð með þeim sem bera gæfu til að nota gáfurnar vel, – þessar gjafir sem við fengum.

 

Og nú sendi ég út herhvöt: Nýtið gáfur ykkar til fulls, því að næg eru verkin sem vinna þarf okkur öllum til yndisauka og hagsbóta. 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here