Við hverju er að búast eftir fimmtugt?

Heilinn

Þegar komið er yfir fimmtugt verður heilastarfsemi þín virkari en þegar þú varst 25 ára. Það getur þó aðeins hægt á um 55 ára aldurinn en það er ekkert sem þú þarft að hafa áhyggjur af. Sumir sérfræðingar halda því fram að ef þú trúir því að þú verðir hægari með aldrinum, þá getir þú orðið það. Ein af bestu leiðunum til að halda góðu minni og varðveita heilann vel er að borða mikið af ávöxtum, grænmeti, heilkorni og heilbrigri fitu eins og olífuolíu.

Geðheilsan

Næstum 95% fólks sem er 50 ára eða eldra segjast vera „sátt“ eða „mjög sátt“ með líf sitt. Það getur þó gerst hjá konum að þær finni fyrir miklum hormónasveiflum tengdum tíðahvörfum. Einnig hafa veikindi og mikil áfengisneysla áhrif geðheilsu. Einföld leið til að vera glaðari: Sittu minna og hreyfðu þig meira. Líkurnar á geðheilbrigðisvanda aukast mjög mikið ef þú situr í meira en 7 klukkustundir á dag og hreyfir þig ekki.

Ónæmiskerfið

Ónæmiskerfið getur orðið veikara og verður því viðkvæmara fyrir veirusýkingum og öðrum utanaðkomandi ógnum. Það getur meira að segja farið að ráðast á sjálft sig. Líkaminn býr ekki til jafn mikið af frumum sem berjast á móti sýkingum og áður og þess vegna eru meiri líkur á að þú fáir flensu og lungnabólgu svo það er vissar að fara í allar bólusetningar sem þú getur.

Sjá einnig: 7 lífsnauðsynlegar matartegundir ef þú ert 50+

Heyrnin

Um það bil 40% fólks eldra en 50 ára hafa einhverja heyrnarskerðingu. Fyrir utan náttúrulega öldrun geta genin spilað inn í og sum heilsufarsvandamál – eins og háþrýstingur, hjartavandamál og sykursýki, en þessi veikindi geta haft áhrif á heyrnina til langstíma. Ef þú heldur að þú sért með heyrnarskerðingu skaltu endilega tala við lækninn þinn. Fólk sem heyrir illa er líklegra til að einangra sig frá ástvinum og verða þunglynt.

Beinin

Þegar maður var yngri skipti líkaminn þinn út slitnum beinfrumum með nýjum, sterkum beinfrumum. Þegar þú ert komin/n yfir fimmtugt ertu með fleiri niðurbrotnar beinfrumur en hægt er að skipta um. Þetta þýðir að bein þín verða náttúrulega veikari. Til að sporna gegn því skaltu borða mat sem inniheldur mikið af kalsíum og D-vítamíni. Þyngdar- og styrktaræfingar eins og gönguferðir og lyftingar geta einnig styrkt beinin þín.

Vöðvarnir

Eftir fimmtugt byrjar þú að missa vöðvamassa hraðar. Líkamlegur styrkur þinn getur líka orðið minni. Besta leiðin til að stöðva þessa þróun er að lyfta lóðum eða gera styrktaræfingar eins og framstig og hnébeygjur 2 til 3 sinnum í viku. Þú munt ekki aðeins byggja upp vöðvamassa heldur einnig bæta jafnvægið þitt, sem kemur sér vel þegar þú eldist.

Sjá einnig: Ertu að verða gráhærð?

Liðirnir

Líkamsvefurinn og brjóskið sem verndar liði þína, þynnist með tímanum og þú munt finna meira fyrir því eftir fimmtugt (karlar geta fundið fyrir því fyrr). Til að koma í veg fyrir liðverki og liðagigt skaltu huga að líkamsstöðu þinni. Ef þú ert mikið hokin/n ertu að setja óþarfa álag á liðina, einnig ef þú ert of þung/ur. Drekktu líka mikið af vatnið því ef þú ert ekki að fá nægan vökva fer líkaminn að taka vökva úr liðvefjum þínum.

Hjartað

Þegar þú hefur náð fimmtugsaldri aukast líkurnar á hjartaáfalli. Hreyfing er lykillinn að heilbrigðu hjarta og æðakerfi. Viðmiðið ætti að vera að hreyfa þig í um 30 mínútur alla daga og stuttir göngutúrar eru alveg nóg. Gott er að halda þyngd þinni og blóðþrýstingi innan eðlilegra marka og ef þú ert reykingamanneskja er rétti tíminn til þess núna. Sígarettureykingar eru helsta orsök hjartasjúkdóma.

Hárið

Um það leyti sem þú verður 50 ára getur hárið farið að þynnast, sérstaklega hjá körlum. Líklega fer það líka að grána, fer allt eftir þjóðerni þínu og fjölskyldusögu. Margir verða mjög meðvitaðir um hversu grátt hárið og hvort það láti þá líta út fyrir að vera eldra en auðvitað getur þú látið lita hárið á næstu hárgreiðslustofu. Hárígræðsla er líka eitthvað sem fólk er farið að nýta sér.

Húðin

Allar sólskemmdir sem þú þurftir ekki að hafa áhyggjur af sem barn gætu farið að sjást á þessum aldri. Þú gætir farið að sjá öldrunarbletti og ættir að fylgjast vel með einkennum húðkrabbameins. Ef þú verndaðir ekki húðina þegar þú varst yngri, þá er ekki of seint að byrja. Notaðu sólarvörn 30 SPF á hverjum degi og farðu reglulega í skoðun hjá húðsjúkdómalækni. Húðin verður líka þurrari og verður viðkvæmari. Lyktarlaust rakakrem getur hjálpað.

Sjá einnig: Vínarbrauð þetta gamla góða

Sjónin

Ef þú þarft að píra augun þegar þú lest símann þinn eða bók þá getur það verið tengt aldrinum. Augun eiga efiðara með að skipta um fókus á hluti sem er í fjarlægð og hluti sem eru nálægt þér. Lesgleraugu sem þú getur keypt úti í búð gætu hjálpað þér en það er mikilvægt að fara í sjónmælingu líka. Því eldri sem þú verður, því meira breytist sjónin þín, svo það er mjög gott að fara í reglulega augnskoðun.

Tíðahvörf

Meðalaldur tíðarhvarfa kvenna er um 51 árs aldurinn. Þegar það gerist gætirðu tekið eftir að húð þín er þurrari, þú getur fengið hitakóf og skapsveiflur. Slímhúð legganganna verður þynnri og þurrari svo þú gætir fundið fyrir því í kynlífi. Þú skalt endilega tala við lækninn þinn því það er ýmislegt hægt að gera.

Reglulegar heilsuskoðanir

Já það aukast líkur á heilsufarsvandamálum um miðjan aldur en ákveðin próf geta komið upp um vandann snemma sem getur verið gott þegar kemur að alvarlegum veikindum. Þess vegna er gott að fara reglulega í ristilspeglun og konur í brjóstamyndatöku og krabbameinsskoðun reglulega. Einnig er gott að karlar fara í skoðun vegna blöðruhálskirtils mjög reglulega. Það er svo einnig mjög mikilvægt að segja lækninum frá því ef einhver sjúkdómur er í fjölskyldunni.

Heimildir: Webmd.com

SHARE