Lisa Stone hvarf sporlaust af heimili sínu þann 5. júní 2010 og skildi allt sitt eftir, þar með talið veskið sitt, bílinn sinn, fjölskyldu sína og vini. Vinkonur hennar hafa leitað að henni því lögreglan lokaði málinu mjög fljótlega. Hinsvegar hafa vinkonur hennar fundið allskyns vísbendingar sem benda til þess að sambýliskona Lisa, hún Sherry, sé viðriðin hvarf Lisa. Lögreglan hefur, sem fyrr segir, lokað málinu og núna standa konurnar fyrir undirskriftalista til þess að fá lögregluna til að opna málið að nýju. Hægt er að skrifa undir hann hér!

Einnig getið þið horft á mynd um hvarf Lisa hér fyrir neðan, viðtal við Sherry og viðtöl við vinkonur Lisa sem hafa lagt heilmikið á sig við að rannsaka hvarf vinkonu sinnar. Þær sögðu í stuttu spjalli við Hún.is: „Lisa er enn sárt saknað og það væri frábært ef þið gætuð birt þetta hjá ykkur. Við þurfum alla þá hjálp sem við getum fengið!“ 

SHARE