Í þessari viku ætlum við að bjóða ykkur upp á uppskriftir frá Eldhúsperlur.com. Það er hún Helena sem heldur síðunni úti og deilir þar uppskriftum sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni og hennar fjölskyldu.

 

Mánudagur:

Fiskur með sólþurrkuðum tómötum og ólífum
 • 600 grömm nýr fiskur, ég notaði ýsumin_img_4850
 • Sólþurrkað tómatamauk, líka hægt að nota rautt pestó
 • 1 lítil krukka svartar ólífur
 • 1 kúla ferskur mozarella ostur
 • 1 askja kirsuberjatómatar
 • 1 dl rifinn parmesan ostur
 • Ólífuolía og gott krydd t.d Heitt pizzakrydd frá Pottagöldrum

Aðferð: Hitið ofn í 200 gráður og smyrjið eldfast mót með ólífuolíu. Skerið fiskinn í passlega bita, kryddið og leggið í mótið.

Smyrjið um það bil einni teskeið af sólþurrkaða tómatmaukinu ofan á hvern fiskbita. Skerið tómata og ólífur í tvennt og dreifið yfir. Leggið sneið af mozarella ofan á hvern fiskbita. Dreifið parmesan osti yfir allt saman og kryddið yfir með heitu pizzakryddi.

Bakið í 20 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn og osturinn bakaður. Berið fram t.d með góðu brauði eða hrísgrjónum og salati. Hér var rétturinn borinn fram með linguine að ósk þess fimm ára á heimilinu.

 

Þriðjudagur:

Spínatlasagna (fljótlegt)– fyrir 4
 • 2 hvítlauksrif, smátt söxuðimg_1385
 • 2 msk ólífuolía
 • Salt, pipar og hálfur kjúklinga eða grænmetisteningur
 • 1 stór poki af spínati
 • 1 stór dós kotasæla
 • 1 dós 10% sýrður rjómi
 • 3 msk rifinn parmesan ostur
 • 1 krukka hakkaðir tómatar (ég notaði lífræna í krukku frá Sollu)
 • Lasagnaplötur
 • Rifinn ostur

Aðferð:

Ofn hitaður í 170 gráður með blæstri, annars 180 gráður. Hvítlaukur steiktur uppúr olíunni við frekar vægan hita þar til hann mýkist, saltað og piprað og teningurinn mulinn yfir. Hitinn hækkaður aðeins og spínatinu bætt á pönnuna. Steikið spínatið þar til það hefur linast. Takin pönnuna af hitanum og bætið kotasælu, parmesan og sýrðum rjóma saman við. Salt og pipar eftir smekk. Lasagnað er svo sett saman þannig að neðst í eldfast mót fer örlítil ólífuolía og smá tómatmauk. Svo koma lasagnaplötur, spínatblanda, tómatamauk. Ég endurtók þetta þrisvar, endaði á spínatblöndu og tómatamauki. Stráði osti yfir og bakað í 30 mínútur. Lesið samt á pakkann á lasagnaplötunum, það stóð á mínum Barilla pakka að eldunartíminn á plötunum væru 20 mínútur, á sumum stendur þó alveg 30 – 40 mínútur.

Ég bar þetta fram með piccolotómötum og parmesan osti.

 

Miðvikudagur:

Ítalskar kjötbollur
 • 2.5 dl brauðmylsna (ég notaði Panko í þetta skiptið)min_img_4404
 • 1.5 dl mjólk
 • 600 gr hreint ungnautahakk
 • 75 gr rifinn parmesan
 • 1 msk þurrkuð steinselja
 • 2 msk smátt söxuð fersk steinselja
 • 2 pressuð hvítlauksrif
 • 2 tsk sjávarsalt
 • 1 tsk svartur nýmalaður pipar
 • 1 egg

Aðferð: Mjólkinni hellt yfir brauðmolanna og látið standa í 5 mínútur. Öllu blandað vel saman, ég set allt í hrærivél og blanda þannig saman. Litlar bollur mótaðar úr hakkinu og geymdar í kæli á meðan sósan er gerð.

Sósa

 • 3 msk ólífuolía
 • 1 smátt saxaður rauðlaukur
 • 2 pressuð hvítlauksrif
 • 1/2 tsk sjávarsalt og  smá nýmalaður pipar
 • 500 ml tómata passata eða maukaðir tómatar
 • 1 dl vatn
 • 3 msk tómatpúrra
 • 2 tsk hunang eða önnur sæta
 • 2 greinar ferskt timían eða 1 tsk þurrkað
 • 1.5 dl þurrt hvítvín eða rauðvín
 • 1 dl rjómi
 • Góð lúka ferskt basil, gróft saxað

Aðferð: Olía hituð í potti við meðalhita. Laukur og hvítlaukur steikt þar til mýkist, kryddað með salti og pipar. Tómatmauki, vatni, tómatpúrru, hunangi, hvítvíni, timíani og rjóma bætt út í og suðunni hleypt upp. Leyft að malla í 5 mínútur og smakkað til með salti og pipar. Athugið þó að bollurnar eru bragðmiklar og munu gefa frá sér bragð þegar þær koma út í sósuna. Kjötbollur settar útí ásamt basil og leyft að malla við vægan hita með lokið að hálfu yfir, þannig að gufi upp af sósunni og hún þykkni aðeins í u.þ.b 20 mínútur. Borið fram með spaghetti eða tagliatelle og nýrifnum parmesan osti.

 

Fimmtudagur:

Ítölsk grænmetissúpa (fyrir 4)
 • 1 stór púrrulaukur, skorinn í tvennt eftir endilöngu og svo þunnar sneiðarmin_img_5020
 • 3-4 hvítlauksrif, smátt söxuð eða í þunnar sneiðar
 • 1 kúrbítur, skorinn í þunnar ræmur
 • 2 stórar gulrætur, skornar í tvennt eftir endilöngu og svo í þunnar sneiðar
 • 2 tsk ítölsk kryddblanda, t.d timian, oregano og basil
 • 1,5 l grænmetissoð (grænmetiskraftur og vatn)
 • 2 bollar pastaslaufur
 • 1 dós baunir, t.d canellini eða kjúklingabaunir
 • Fersk basilika og steinselja, smátt söxuð (má sleppa)
 • Ólífuolía, salt og pipar

Aðferð: Hitið olíu í potti við meðalháan hita og steikið grænmetið þar til það mýkist aðeins. Kryddið með ítölsku kryddunum, salti og pipar. Bætið grænmetissoðinu út í, hleypið suðunni upp og setjið pastað saman við. Látið sjóða í 10-15 mínútur.

Skolið baunirnar í sigti og bætið þeim svo út í. Sjóðið aðeins áfram og smakkið til með salti og pipar.Þegar súpan er eins og þið vijlið hafa hana stráið yfir ferskum kryddjurtum og blandið saman við. Berið fram rjúkandi heita.

Föstudagur:

Grillaðar kryddlegnar kjúklingabringur og litríkt kúskús salat með pikkluðum vorlauk

Kryddlegnar kjúklingabringur:

 • 3 meðalstórar kjúklingabringur, klofnar í tvennt svo úr verði tvö þunn stykki úr hverri bringu.
 • 4 msk ólífuolíaimg_1458
 • 1 tsk cummin
 • 1 tsk kóríander
 • 1 tsk þurrkað óreganó
 • 1 tsk gróft sjávarsalt
 • 1/2 tsk svartur nýmaðalur pipar
 • Börkur af ca. hálfri sítrónu
 • 1 tsk hunang

Aðferð: Öllu blandað saman í skál og hellt yfir bringurnar og nuddað vel inn í þær. Látið marinerast við stofuhita í 30 mínútur. Ef kjúklingurinn á að marinerast lengur þarf hann að vera í ísskáp. Grillið kjúklingabringurnar í um það bil 7 mínútur á hvorri hlið. Varist að ofelda þar sem þetta eru frekar þunn stykki.

Kúskús salat með pikkluðum rauðlauk:

 • 3-4 dl hreint kúskús, kryddað með paprikudufti, cummin, kóríander og sjávarsalti. Ca. 1 tsk af hverju. Kúskúsið svo eldað skv. leiðbeiningum á pakkanum.
 • 1 lítill rauðlaukur skorinn í tvennt og svo í þunnar sneiðar.
 • 3 msk hvítvínsedik eða annað hvítt edik og örlítið salt
 • 8-10 þurrkaðar apríkósur
 • 1 lítill poki furuhnetur, ristaðar
 • 1/2 krukka hreinn fetaostur í vatni
 • 1/2-1 sítróna, safinn kreistur úr (fer eftir stærð, sítrónur eru mjög misjafnar)
 • 1 avocado skorið í teninga
 • 1 mangó skorið í teninga

Aðferð: Byrjið á að undirbúa pikklaða rauðlaukinn. Setjið þunnt skorinn laukinn í skál og hellið edikinu yfir ásamt smá salti. Leyfið þessu að liggja í ca. 30 mínútur og hrærið í lauknum af og til. Hann á að breyta aðeins um lit, verður eiginlega skærbleikur og aðeins mýkri.

Kúskúsið er svo undirbúið, kryddað og eldað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Þá er að rista furuhneturnar, skera apríkósurnar, avocadoið og mangóið í litla bita og hella vökvanum af fetaostinum. Smakkið kúskúsið til með sítrónusafanum og kannski smá meira salti. Svo er öllu blandað saman og mangóinu og avocadoinu dreift yfir að lokum.

Ég bar þetta fram með léttri jógúrtsósu sem passaði mjög vel við þetta. Hrærði saman sýrðan rjóma og ab mjólk til helminga. Kryddaði til með salti, pipar, cummin, orageno og örlitlu hunangi.

Laugardagur:

Tagliatelle alla carbonara (fyrir 3-4):
 • 400 grömm tagliatelle eða spaghettimin_img_3838
 • 1 egg og 4 eggjarauður
 • 100 gr rifinn parmesan ostur
 • 1 dl rjómi
 • Beikon – 1 bréf, ca. 150-200gr, skorið í litla bita
 • 1/4 tsk múskat
 • Sjávarsalt og nýmalaður pipar (ég nota hvítan pipar í þennan rétt)
 • Handfylli fersk steinselja, söxuð

Aðferð: Byrjið á að sjóða vatn í stórum potti og setjið pastað útí. Sjóðið samkvæmt leiðbeiningum þar til pastað er al dente. Á meðan pastað sýður, hitið frekar stóra pönnu og steikið beikonið þar til það er stökkt. Hrærið eggið, eggjarauðurnar, rjómann, parmesan (skiljið smá eftir til að strá yfir í lokin), múskat og pipar saman í skál. Þegar pastað er tilbúið, takið þá einn bolla frá af pastavatninu og hellið vatninu svo af pastanu.

Slökkvið undir beikonpönnunni, hellið pastanu yfir beikonið og því næst eggjablöndunni. Passið að taka pönnuna af hitanum og blandið öllu vel saman. Þynnið sósuna með pastavatninu eftir smekk. Kryddið með salti ef þarf, nýmöluðum pipar og stráið yfir steinselju og meiri parmesan osti. Mér finnst ansi frískandi að bera réttinn fram með sítrónubátum og kreista smá yfir pastað, lyftir bragðinu upp á aðeins hærra plan. Njótið með góðu rauðvínsglasi og kertaljósi!

Sunnudagur:

Grillaður lambahryggur

Þetta er því varla uppskrift heldur meira lýsing á aðferð. En svona berum við okkur að:

 • 1 vænn lambahryggur, snyrtur og skorið vel ofan í fituna eins og sést á myndinni.img_1306
 • Kryddaður vel með sjávarsalti (Maldon), nýmöluðum svörtum pipar og rósmarín
 • Hryggnum leyft að standa við stofuhita í 1 – 2 klst. Þannig verður kjötið mun mýkra og betra. Ég mæli ekki með að það sé sett beint úr ísskápnum á grillið.
 • Okkur finnst langbest að hafa kryddið einfalt á hryggnum. Salt, pipar og rósmarín verður því oftast fyrir valinu með ljúffengri útkomu. Stundum höfum við líka smurt dijon sinnepi yfir hrygginn og stráð svo yfir áðurnefndum kryddum. Hvorutveggja er mjög gott.

Grillið hitað. Ef um þriggja brennara grill ræðir, kveikið þá á báðum hliðarbrennurum og hafið slökkt á miðjubrennurum. Hafið kjötið allan tímann yfir óbeinum hita. Hitastigið á mælinum á grillinu á að sýna ca. 170 – 190 gráður. Við erum með Weber grill þar sem mælirinn er í lokinu. En þetta er mjög mismunandi eftir grillum svo það er ágætt að prófa sig aðeins áfram. Ekki fara mikið yfir þetta hitastig allavega. Setjið hrygginn á álpappírsbút þannig að fitan leki ekki ofan í grillið, leggið á grillið, þannig að fituhliðin snúi upp og hafið grillið lokað. Það þarf ekki að brúna fituhliðina áður. Hún bakast bara eins og ef hryggurinn væri í bakarofni. Nema hvað að þessi bakarofn er með grillbragði inniföldu, hversu slæmt getur það verið? Best er að stinga hitamæli í kjötið og leyfa því að malla á grillinu þar til réttu hitastigi er náð. Okkur finnst fínt að leyfa hitanum að fara upp í 65 gráður. Það fer þó bara eftir smekk. Þegar réttu hitastigi er náð er kjötið tekið af grillinu og leyft að jafna sig í um 20 mínútur áður en það er skorið.

Grillið hitað. Ef um þriggja brennara grill ræðir, kveikið þá á báðum hliðarbrennurum og hafið slökkt á miðjubrennurum. Hafið kjötið allan tímann yfir óbeinum hita. Hitastigið á mælinum á grillinu á að sýna ca. 170 – 190 gráður. Við erum með Weber grill þar sem mælirinn er í lokinu. En þetta er mjög mismunandi eftir grillum svo það er ágætt að prófa sig aðeins áfram. Ekki fara mikið yfir þetta hitastig allavega. Setjið hrygginn á álpappírsbút þannig að fitan leki ekki ofan í grillið, leggið á grillið, þannig að fituhliðin snúi upp og hafið grillið lokað. Það þarf ekki að brúna fituhliðina áður. Hún bakast bara eins og ef hryggurinn væri í bakarofni. Nema hvað að þessi bakarofn er með grillbragði inniföldu, hversu slæmt getur það verið? Best er að stinga hitamæli í kjötið og leyfa því að malla á grillinu þar til réttu hitastigi er náð. Okkur finnst fínt að leyfa hitanum að fara upp í 65 gráður. Það fer þó bara eftir smekk. Þegar réttu hitastigi er náð er kjötið tekið af grillinu og leyft að jafna sig í um 20 mínútur áður en það er skorið.

 

 

SHARE