Við þekkjum öll umræðuna um það „hvað á að vera í matinn í kvöld“ og hversu leiðinleg þessi umræða getur verið. Ein aðferð til þess að sporna við því að þurfa að ræða þetta aftur og aftur, er að gera matseðil fyrir alla vikuna sem hægt er að fylgja. Þá sleppur þú við að taka þessa ákvörðun á hverjum degi og kemst líka hagstæðar frá matarinnkaupunum.

Mánudagur

fisk

Fiskur með kókoschutney

500 gr ýsa

Olía

20 gr smjör

200 gr kókosmjöl

200 gr rúsínur

½ búnt mynta

½ búnt kóríander

2 límónur

2 sítrónur

2 hvítlauksgeirar

45 gr kúmen

12 heilar kardemommur

1 matskeið harissa

½ dl eplaedikk

4-6 msk ólífuolía

Salt og pipar

Sósa:

3 dl hreint jógúrt

2 msk tahin

1 msk sítrónusafi

Salt og pipar

Best er að byrja á kókoschutney-inu:

Ristið kúmenið á pönnu í smá stund og takið pönnuna af hitanum og hellið kúmeninu í stóra skál ásamt kókosmjöli og rúsínum. Saxið myntu og kóríander og hellið útí. Merjið hvítlaukinn og komið honum útí blönduna. Ristið kardemommurnar á pönnu þar til þær eru brúnar og stökkar. Takið þær af pönnunni og merjið þær, notið aðeins innsta kjarnann og hendið afganginum. Setjið kjarnana í kókosmjölið.

Rífið börkinn af lime -inu og sítrónunum og setjið hann útí. Hellið harissa, eplaediki og ólífuolíu í og hrærið vel. Kryddið vel með salti og pipar.

Sósa:

Blandið jógúrti, tahin og sítrónusafa saman. Kryddið með salti og pipar.

Fiskur:

Skerið fiskinn í væna bita og kryddið með salti og pipar. Steikið fiskinn í blöndu og olíu og smjöri, þar til hann er gullinn. Berið fram með kókoschutneyinu og tahin sósunni.

 

Þriðjudagur

min_img_4667

Heilsteiktur kjúklingur í bjórsoði með 20 hvítlauksrifjum

 • 1 heill vænn kjúklingur (1,5-1,7 kg)
 • Ólífuolía
 • Sjávarsalt, nýmalaður pipar og rósmarín
 • 1 sítróna
 • 1 stór laukur
 • 20 hvítlauksrif
 • 330 ml ljós bjór (einnig væri hægt að nota pilsner)
 • 3 dl kjúklingasoð (1/2 kjúklingateningur+3 dl heitt vatn)
 • 2 bökunarkartöflur
 • 1/2 – 1 sæt kartafla

Aðferð: Hitið ofn í 150 gráður. Náið ykkur í stórt eldfast mót eða ofnskúffu. Hreinsið kjúklinginn og þerrið hann vel með eldhúspappír. Skerið laukinn í þykkar sneiðar og leggið í botninn á fatinu. Makið kjúklinginn með smávegis ólífuolíu ogkryddið hann vel með salti og pipar, setjið hálfa sítrónu inn í kjúklinginn ásamt 2-3 hvílauksrifjum. Leggið kjúklinginn ofan á lauksneiðarnar. Dreifið hvítlauksrifjunum í fatið ásamt restinni af sítrónunni. Hellið bjórnum yfir ásamt kjúklingasoði.

Leggið álpappír nú vel yfir fatið svo gufan sleppi ekki við eldun. Setjið kjúklinginn inn í ofn í 1 klst (eða þar til kjarnhiti í þykkasta hluta bringunnar er kominn í 60 gráður).

Takið kjúklinginn þá út og takið álpappírinn af. Hækkið ofnhitann í 220 gráður. Skerið kartöflurnar í teninga og dreifið í kringum kjúklinginn. Dreifið smávegis af ólífuolíu yfir og kryddið yfir allt saman með salti, pipar og rósmarín. Bakið áfram í 30 mínútur eða þar til hitinn í bringunni er kominn í 70 gráður. Takið kjúklinginn út og leyfið honum að jafna sig í 15 mínútur áður en hann er skorinn.

Eftirréttur

min_img_5121

Semí fljótlegt Semifreddo með marengs, jarðarberjum og Daimsúkkulaði

 • 4 dl rjómi
 • 1 púðursykurs marengsbotn
 • 200 gr Daim súkkulaði, ég notaði Milka súkkulaði með Daim
 • 1 bakki jarðarber

Aðferð: Þeytið rjómann. Skerið jarðarberin í litla bita, saxið 150 gr af súkkulaðinu smátt og brjótið marengsinn í litla bita. Hrærið þessu saman við þeytta rjómann. Klæðið stórt formköku form eða hringlaga kökuform með plastfilmu þannig að filman nái vel yfir kantana. Hellið blöndunni í formið og lokið vel yfir með plastfilmu. Frystið í 6-8 tíma eða yfir nótt. Takið úr frysti 1 – 1 1/2 klst áður en borið ef fram. Hvolfið á disk og fjarlægið plastfilmuna. Saxið restina af súkkulaðinu smátt og dreifið yfir. Það er svo ekki úr vegi að bera þetta fram með heitri súkkulaðisósu.

Eldhúsperlur.com

 

Miðvikudagur

img_0889

Tælenskur kjúklingur í grænu karrí

 • 3-4 kjúklingabringur, skornar í litla bita
 • 1 bréf Green Curry Spice Mix
 • 1 dós kókosmjólk
 • 2 hvítlauksrif, söxuð smátt
 • 1/2 -1 laukur, saxaður í þunnar sneiðar
 • 1 rauð paprika, söxuð í þunnar sneiðar
 • smjör til steikingar

Laukur, hvítlaukur og paprika steikt upp úr smjörinu í þar til það verður mjúkt. Þá er kjúklingnum bætt út í og hann steiktur á öllum hliðum. Því næst er kryddinu bætt út í blandað vel. Þá er kókosmjólk hellt út á pönnuna og látið malla þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Borið fram með hrísgrjónum.

 

 Fimmtudagur

img_90361

Chili-hakk í salatvefju

 • 800 g nautahakka
 • salt & pipar
 • olífuolía
 • 1-2 rauður chili
 • 2 hvítlauksrif
 • 5 cm biti af fersku engifer
 • 3 vorlaukar
 • 1 msk sesamolía
 • 1 msk púðursykur
 • 1 tmsk fiskisósa (fish sauce)
 • hýði af 1 límónu (lime)
 • safi frá ½ límónu
 • hjartasalat (fæst m.a. í Hagkaup)
Hakkið steikt á pönnu upp úr ólífuolíunni, saltað og piprað vel. Steikt á fremur háum hita til þess að hakkið nái góðum lit. Þegar hakkið er steikt í gegn er því hellt í sigti þannig að öll fita renni af því.
Chili, hvítlaukur og engifer er fínsaxarð og steikt upp úr sesamolíunni. Þá er sykrinum bætt út á pönnuna og því næst er hakkinu bætt út í ásamt fiskisósunni, límónuhýðinu og límónusafanum. Vorlaukarnir eru saxaðir niður og þeim bætt út í lokin.
Sósa:
 • 1 tsk púðursykur
 • 1 tsk sojasósa
 • safi frá ½ límónu (lime)
 • ½ chili, saxað
 • 1-2 tsk fiskisósa (fish sauce)
 • ferskt kóríander eftir smekk, saxað (ég notaði 1/2 30 gramma box)
 • 1 msk ólífuolía

Öllum hráefnunum er blandað vel saman. Hakkið er borið fram í hjartasalatsblöðunum og sósunni dreift yfir.

Eldhússögur.is

 

Föstudagur

2012-10-12-17-56-06-2

Ciabatta með nautakjöti og bernaise sósu2 ciabatta (fæst t.d. í Jóa Fel)
400 gr nautafillet
3 hvítlauksrif, pressuð
olía
salt og pipar
1 sæt kartafla, skorin í sneiðar
2 rauð chillí, söxuð
1 stór dós bernaise sósa
klettasalat
5 skarlottulaukar, skornir í sneiðar
2 msk balsamikedik
1/2 box sveppir, skornir litla báta
1 msk smjör

Aðferð

 1. Skerið kjötið eða berjið niður þannig að það sé um 1 cm á breidd. Látið í skál og marinerið í olíu og hvítlauk. Saltið og piprið og geymið í 1-2 tíma í kæli.
 2. Raðið sætum kartöflum á ofnplötu. Hellið olíu yfir og látið á þær chillí. Saltið og piprið. Látið inní 200°c heitan ofn þar til orðnar mjúkar.
 3. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn í um 1-2 mínútur. Bætið þvínæst balsamikedikinu útí. Hrærið þar til balsamikedikið hefur þykknað. Takið til hliðar.
 4. Léttsteikið sveppi uppúr smjöri. Takið til hliðar.
 5. Steikið kjötið á mjög heitri olíuborinni pönnu á um 1 1/2 mínútu á hvorri hlið. Takið af pönnunni og látið standa í smá stund.
 6. Skerið ciabatta í tvenn langsum. Hellið smá olíu í sárið og hitið á háum hita inní ofni í nokkrar mínútur eða þar til orðið stökkt að utan.
 7. Raðið á ciabatta fyrst bernaise sósu, sætum kartöflum, klettakáli, kjöti, lauk, og sveppum. Saltið og piprið og njótið þess að bragða á fullkomnun.
Laugardagur

karmellukjúklingur

Karmellukjúklingur

4 kjúklingabringur
1 msk olía
8 hvítlauksrif,  afhýdd*
120 ml vatn
70 g ljós púðursykur
60 ml hrísgrjónaedik
1 1/2 cm engiferbiti, skorinn í tvennt
240 ml kjúklingakraftur (eða 240 ml vatn og 1 teningur kjúklingakraftur)
60 ml soyasósa
2 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar

 1. Steikið kjúklingabringurnar upp úr olíu á pönnu við meðalhita þar til þær eru eldaðar í gegn. Takið af pönnunni og geymið. Á sömu pönnu, steikið hvítlauksrifin þar til þau hafa brúnast lítillega. Takið af pönnunni og geymið.
 2. Hellið því næst 120 ml af vatni á pönnuna og skrapið botninn á pönnunni og náið því sem kom fram við steikingu kjúklingsins. Bætið púðursykri saman við og hrærið þar til hann er uppleystur. Látið malla í um 4 mínútur. Bætið þá hrísgrjónaedikinu varlega saman við.
 3. Látið engiferbitana, kjúklingakraft og soyasósu út á pönnuna og látið malla í 10 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað. Takið hvítlauks og engiferbitana úr sósunni.
 4. Lækkið hitann á pönnunni og látið kjúklingabringurnar út í karmellusósuna og hitið þær. Berið karmellukjúklinginn fram með hrísgrjónum og vorlauk.

*Hvítlaukurinn og engiferið er einungis til bragðbætingar og tekið úr þegar að sósan er tilbúin.

 

Sunnudagur

2012-12-02-18-30-52

Stifado Grikkja

1 kg nauta- eða lambakjöt, skorið í teninga
500 g skarlottulaukar
1 stór laukur, skorinn smátt
1 stór mjúkur tómatur, niðurskorinn
170 g tómat púrra
1/2 tsk múskat
1 kanilstöng og 1 tsk kanill
4 hvítlauksrif, söxuð
1-2 grænmetisteningar
2 lárviðarlauf
2 stiklar rósmarín
1 lítið vínglas ólífuolía
1 glas rauðvín eða hvítvín
2 msk rauðvínsedik
salt og pipar

Aðferð

 1. Látið nautakjötið á stóra pönnu eða pott og eldið við háan hita. Hrærið reglulega í þar til kjötið hefur verið brúnað á öllum hliðum.
 2. Bætið út í ólífuolíunni, saxaða lauknum og hvítlauknum og steikið þetta í um 5 mínútur.
 3. Bætið út í víni og rauðvínsediki. Látið lok yfir og sjóðið í um 5 mínútur.
 4. Bætið því næst múskati, lárviðarlaufum, grænmetistening, kanil og kanilstöng, rósmarín stiklunum og slatta af svörtum pipar. Hrærið þessu saman við meðalhita og smakkið til með salti.
 5. Látið því næst tómatinn og tómat púrru í pottinn/pönnuna.
 6. Hellið þessu öllu út í pott eða fat með loki sem má fara í ofn.  Bætið út í 750 ml af vatni og setjið inní 200°c heitan ofn.
 7. Afhýðið skarlottulaukinn og steikið í smá olíu þar til mjúkur, en passið að þeir brenni ekki (eins og gerðist reyndar hjá mér).
 8. Bætið þeim út í pottréttinn og látið malla í ofni í amk. klukkutíma (eða 2-3). Bætið útí vatni ef þarf. Takið lokið af pottinum síðustu 20 mínúturnar og eldið þar til sósan hefur þykknað (gott að opna ofninn lítillega á meðan).
 9. Gott að bera fram með cous cous og grísku salati eða góðu brauði sem maður dýfir í sósuna.

 

GulurRauðurGrænn&Salt.is

SHARE