Við þekkjum öll umræðuna um það „hvað á að vera í matinn í kvöld“ og hversu leiðinleg þessi umræða getur verið. Ein aðferð til þess að sporna við því að þurfa að ræða þetta aftur og aftur, er að gera matseðil fyrir alla vikuna sem hægt er að fylgja. Þá sleppur þú við að taka þessa ákvörðun á hverjum degi og kemst líka hagstæðar frá matarinnkaupunum.

Að þessu sinni kemur matseðill vikunnar héðan og þaðan.

Mánudagur 

lasagna

Lasagna með nautahakki 

500 gr nautahakk
1 laukur
2 hvítlauksrif
1 msk tómatpurré
1 dós niðursoðnir tómatar
2 msk chillitómatsósa eða önnur tómatsósa
1 poki rifinn ostur
1 stór dós kotasæla
2 msk Dijon sinnep
salt og pipar
2 tsk garam masala
Hvítlaukskrydd
1/2 dós af hvítlauksrjómaosti /piparrjómaostur
Lúka fersk basilika

Saxið laukinn og hvítlaukinn og steikið í olíu á pönnu, kryddið með garam masala og smá hvítlaukskryddi.  Þegar laukurinn er orðinn mjúkur þá bætið þið nautahakkinu út í  og steikið vel og kryddið með salti og pipar.  Bætið síðan út í tómatpúrreé,chillitómatsósunni og niðursoðnu tómötunum og  kryddið vel eftir smekk. Síðan blanda ég yfirleitt svona eins og hálfri dós af hvítlauksrjómaosti út í. Það er voðalega gott að setja basilikuna út í, í lokinn og kannski smá yfir ostinn áður en það er sett í ofninn.

Takið kotasæluna og setjið í skál og blandið út í hana Dijon sinnepinu.

Þá er bara að raða í eldfast mót, byrja á því að setja smá nautahakk í botninn, síðan lagsana plötur og kotasælublönduna.  Endurtaka síðan og enda með því að setja fullt af rifnum osti ofan á. Setjið í 200°C heitan ofn í 30 mínútur.

Mér finnst alltaf gott að vera með hvítlauksbrauð og salat með þessu.

Lólý.is

Þriðjudagur

min_img_6001

Vatnsmelónu gazpacho

 • 2 bollar vatnsmelóna, afhýdd og skorin í litla bita
 • 2 eldrauðir vel þroskaðir tómatar
 • 1/4 bolli góð jómfrúar ólífuolía
 • 1/2 agúrka, fræhreinsuð
 • 1/2 grænn eða rauður chillipipar, fræhreinsaður ef þið viljið ekki sterka súpu
 • 2 msk smátt saxaður rauðlaukur (og aðeins meira til að strá yfir)
 • 2 tsk rauðvínsedik
 • Sjávarsalt og nýmalaður pipar
 • 4 msk fetaostur í vatni
 • Smávegis af graslauk og steinselju, smátt saxað (líka hægt að nota aðrar ferskar kryddjurtir, t.d dill)

Aðferð: Setjið einn og hálfan bolla af saxaðri vatnsmelónu og tómatana í blandara og þeytið þar vel maukað. Bætið út í ólífuolíu, agúrku, chillipipar, rauðlauk, rauðvínsediki, salti og pipar (ég notaði alveg 1 tsk af grófu Saltverk sjávarsalti). Blandið þessu vel saman þar til silkimjúkt. Smakkið til með salti, pipar og rauðvínsediki. Hellið í könnu eða skál og kælið í a.m.k 30 mínútur. Hellið súpunni í bolla eða litlar skálar. Toppið með restinni af vatnsmelónunni, fetaosti, smátt söxuðum rauðlauk, graslauk, steinselju eða dilli. Berið fram strax, ískalt.

Eldhúsperlur.com

Miðvikudagur

Sumarlegt og orkumikið salatsumarlegt-og-orkumikid-salat (1)

hráefni:

1 paprika, skorin í bita
2 avócadó
2 sellerístilkar
3 tómatar
1 box próteinblanda frá Ecospíru
½ box radísuspírur frá Ecospíru

Dressing:

1/ dl vatn
2 msk sítrónusafi
2 msk tamarísósa
1 msk hunang
2 tsk karrý
1 tsk kummin eða koriander eftir smekk

Paprikan, avócadó og tómatar skorin í bita. Fínhakkað selleríið blandað saman við.

Vatni, sítrónusafa, tamarísósu og hunangi blandað saman ásamt kryddinu og hellt yfir grænmetið, spírunum dreift yfir salatið síðast.

Heilsutorg.is

Fimmtudagur

 

Þorskur með balsamik-lauk og sellerímús‏

Þorskur:img_92493

 • 800 gr þorskflök, skorinn í bita
 • salt og pipar

Balsamik-laukur

 • 14-16 skarlottulaukar
 • ólífuolía
 • 2 msk sykur
 • 2 dl balsamedik
 • 2 dl fiskisoð (vatn+fiskikraftur)
 • 2 msk ósaltað smjör

Sellerí- og kartöflumús 

 • 1 sellerírót, skorin í teninga
 • 8-10 kartöflur
 • 2 msk smjör
 • mjólk
 • sykur
 • salt og pipar
Sellerírót afhýdd og skorin í tenginga sem settir eru í pott. Kartöflur einnig settar í pott, hvort tveggja soðið þar til orðið mjúkt (í sitt hvorum pottinum). Vatninu hellt af, kartöflur afhýddar. Sellerírót og kartöflum stappað saman og smjöri bætt út í. Bragðbætt með salti, pipar og sykri (ef maður kýs að gera hana sætari). Einnig er hægt að bæta örlítið af mjólk út í.
Ofninn hitaður í 180 gráður. Þorskurinn saltaður og pipraður, skorinn í hæfilega bita og lagður í eldfast mót. Bakaður í ofni við 180 gráður í ca 15-20 mínútur. Fiskurinn tekinn úr ofninum, álpappír lagður yfir hann í ca. þrjár mínútur áður en hann er borinn á borð.
Skarlottulaukurinn afhýddur og ef hann er stór er gott að skera hann í tvennt á lengdina. Laukurinn látinn malla í olíu í potti, á fremur lágum hita, þar til hann er orðinn vel mjúkur. Sykri bætt út í og hann látinn bráðna. Því næst er balsamedik bætt út í og látinn malla þar til að það er vel soðið niður (verður næstum því að sírópi). Þá er fiskisoðinu bætt út í og soðið niður þar til sósan er orðin fremur seigfljótandi. Það er mikilvægt að smakka sósuna til, ef hún er til dæmis of súr þarf að bæta við sykri, ef hún er of sölt (fiskikrafturinn) þarf að bæta við örlitlu vatni. Smjörinu er svo bætt við rétt áður en sósan er borin fram.
Föstudagur

Tagliatelle alla carbonara (fyrir 3-4):

 • 400 grömm tagliatelle eða spaghettimin_IMG_3838
 • 1 egg og 4 eggjarauður
 • 100 gr rifinn parmesan ostur
 • 1 dl rjómi
 • Beikon – 1 bréf, ca. 150-200gr, skorið í litla bita
 • 1/4 tsk múskat
 • Sjávarsalt og nýmalaður pipar (ég nota hvítan pipar í þennan rétt)
 • Handfylli fersk steinselja, söxuð

Aðferð: Byrjið á að sjóða vatn í stórum potti og setjið pastað útí. Sjóðið samkvæmt leiðbeiningum þar til pastað er al dente. Á meðan pastað sýður, hitið frekar stóra pönnu og steikið beikonið þar til það er stökkt. Hrærið eggið, eggjarauðurnar, rjómann, parmesan (skiljið smá eftir til að strá yfir í lokin), múskat og pipar saman í skál. Þegar pastað er tilbúið, takið þá einn bolla frá af pastavatninu og hellið vatninu svo af pastanu.

Slökkvið undir beikonpönnunni, hellið pastanu yfir beikonið og því næst eggjablöndunni. Passið að taka pönnuna af hitanum og blandið öllu vel saman. Þynnið sósuna með pastavatninu eftir smekk. Kryddið með salti ef þarf, nýmöluðum pipar og stráið yfir steinselju og meiri parmesan osti. Mér finnst ansi frískandi að bera réttinn fram með sítrónubátum og kreista smá yfir pastað, lyftir bragðinu upp á aðeins hærra plan. Njótið með góðu rauðvínsglasi og kertaljósi!

Eldhúsperlur.com

Föstudagur

Kjúklingur með mango chutney og karrý

Held að þessi sé einn sá einfaldasti sem ég hef gert og með þeim betri sem ég hef smakkað. Þetta er mangochutneychickenuppáhalds réttur fjölskyldunnar sem er eldaður með mjög reglulegu millibili eða svona næstum því einu sinni í viku. Það eru örugglega mjög margir sem hafa prófað þennan rétt en ég hvet ykkur til að skella í þennan fljótlega!!!

4 kjúklingabringur
1 dós mangó chutney
200 gr smjör
3 msk karrý
1 dl hvítvín eða hvítvínsedik

Hrísgrjón

Forhitið ofninn í 180°C. Bræðið saman í potti smjörið, hvítvínið og karrýið og látið það malla í nokkrar mínútur eftir að smjörið hefur bráðnað. Skerið kjúklingabringurnar í tvennt og raðið í eldfast mót. Hellið smjörblöndunni yfir kjúklinginn og setjið í ofninn. Eldið í 25 mínútur en takið þá út og dreifið mangó chutney yfir allar bringurnar og skellið aftur inn í ofninn í 15-20 mínútur í viðbót.
Sjóðið hrísgrjón og gerið gott salat með, svo er bara að annað hvort baka sitt eigið naan brauð eða kaupið tilbúið og skellið í ofninn.

Lólý.is

Laugardagur

Sweet chili kjúklinga enchiladas:

 • 1 pakki heilveiti tortilla kökur, 8 stkmin_img_5741
 • 1 eldaður kjúklingur úrbeinaður og rifinn niður
 • 1 ferna kókosmjólk eða 1/2 dós (ég nota þessa í litlu fjólubláu fernunum)
 • 4 – 5 msk sweet chili sósa + meira eftir smekk
 • 1/2 kjúklingateningur eða 1 tsk kjúklingakraftur
 • 1 dós philadelphia light rjómaostur
 • 3 msk sýrður rjómi, 5%
 • 5 vorlaukar, smátt saxaðir
 • Góð handfylli ferskt kóríander, saxað smátt
 • Rifinn ostur eftir smekk
 • 2 avocado, skorin í teninga

Aðferð: Hitið ofn í 180 gráður með blæstri, annars 200 gráður. Rífið kjúklingakjötið af beinunum og skerið það frekar smátt. Setjið kókosmjólkina, sweet chilli sósu og kjúklingatening í pott og hitið þar til suðan kemur upp. Leyfið að malla við hægan hita í 1-2 mínútur. Slökkvið undir og setjið til hliðar. Hrærið saman rjómaostinum og sýrða rjómanum (líka gott að skipta rjómaostinum út fyrir Kotasælu). Takið tortillaköku, smyrjið ca. 2 msk af rjómaostablöndunni á kökuna, dreifið 2-3 msk af kjúkling yfir, smá vorlauk og kóríander. Setjið um 1 msk af rifnum osti yfir og smá sweet chilli sósu.

Eldhúsperlur.com

 

Sunnudagur

Grillaðar marineraðar lambakótilettur, hasselback kartöflur með brúnuðu smjöri, grískt salat og graslaukssósa

Marinering á lambakjöt:slide1

 • 8 lambakótilettur (ég gleymdi að athuga vigtina en þetta voru 8 vænar sneiðar, með lundum, ég lét saga þær í tvennt fyrir mig, þetta dugði mjög vel fyrir 3 fullorðna og 1 barn)
 • 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
 • 1 msk saxað rósmarín
 • 2 msk sítrónusafi
 • 1 tsk salt og 1 tsk pipar
 • 1 dl ólífuolía
 • 1 dl rauðvín

Öllu blandað saman og hellt yfir lambakjötið, ég setti þetta í rennilása plastpoka og lét standa við stofuhita í 1,5 klst. Má líka gera daginn áður og láta marinerast í ísskáp. Kjötið er svo grillað á útigrilli í um það bil 5-6 mínútur á hvorri hlið við frekar háan hita. Ég stráði svo saxaðri steinselju yfir kjötið þegar það var tilbúið. Það er nú ekkert möst samt.

Litlar hasselback kartöflur með brúnuðu smjöri:

 • Um það bil 10-12 frekar litlar kartöflur, skolaðar og þerraðar (Ég reiknaði með þremur kartöflum á mann)
 • 75 grömm smjör, brúnað
 • Salt, pipar og rósmarín.

Raufar skornar í kartöflurnar, smjörið brúnað og hellt yfir, Saltað og piprað og nokkrar rósmaríngreinar settar með. Bakað í ofni við 180 gráður í 60 mínútur.

Grískt salat:

 • 1 agúrka, kjarnhreinsuð og skorin í sneiðar
 • 2 öskjur kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
 • 1/2 lítil krukka ólívur
 • 1/2 krukka grillaðir ætiþistlar (Ítalía ætiþistlar, fást í Bónus og Hagkaup)
 • 1/2 krukka salat feti, vatnið sigtað frá
 • Salt, pipar, 1 msk hvítvínsedik, 2 msk ólífuolía og þurrkað oregano

Öllu blandað saman í skál, ólífuolíu og ediki skvett yfir og smakkað til með salt, pipar og óreganó.

Graslaukssósa:

 • 2 dl ab mjólk
 • 1 dós sýrður rjómi
 • 1/2 búnt graslaukur, smátt saxaður (þessi sem fæst í plastbökkunum)
 • 1/2 tsk hunang
 • 1 tsk hvítvínsedik
 • Salt og pipar

Öllu blandað saman og smakkað til með salti og pipar

SHARE