Angelina Jolie er tilbúin að bæta öðru barni í fjölskylduna sína en fyrir á hún 6 börn. Maddox er farinn til Suður Kóreu til að stunda framhaldsnám og Angelina vill fá annað barn á næstu mánuðum, en hún hefur áður ættleitt börn frá öðrum löndum.

Sjá einnig: Angelina ætlar að láta allt flakka 

„Hún hefur verið að plana þetta lengi en ákvað að bíða þangað til Maddox væri farinn að heiman,“ segir heimildarmaður RadarOnline, en við sögðum frá því nýlega hversu erfitt Angelina fannst að kveðja drenginn sinn. Einhverjir sögðu að hún hefði ákveðið að fara að fara á stefnumót til að fylla upp í tómið en svo virðist sem hún ætli frekar að „fá sér“ barn frekar en nýjan mann.

SHARE