Margir eyða offjár í að halda í æskublómann en Anne Bolton er að hugsa um að fara í aðgerð til að láta gera sig ELDRI í útliti.

Hún er fjörutíu og sjö ára gömul og á fjögur börn og margir halda að hún sé liðlega tvítug. Henni finnst það hreint ekki gaman og segir að þetta unga útlit sé til vandræða. Hún veit að hjónabandið fór í hundana vegna hennar og hún var tvisvar í samböndum sem slitnaði upp úr því að karlmennirnir sem hún var með litu út fyrir að vera eldri en þeir voru þegar þeir voru með henni.

Eldri sonur hennar lætur aldrei sjá sig með henni því að fólk heldur að hann sé kærastinn hennar. Hún notar stærð átta og sem stendur eru það bara ungir menn sem hún hefur engan áhuga fyrir sem sýna henni áhuga. Í viðtali við Daily mail segir hún: „Það eru engar ýkjur“,  „að þetta unglega útlit mitt er að eyðileggja líf mitt. Ég vildi óska að ég væri með nokkrar hrukkur eins og hæfir aldri mínum. Það þyrfti einhver að finna upp aðferð sem virkar öfugt við Botox“

Anne giftist ung tónlistamanninum Christopher Bolton og eftir nokkur ár í hjónabandi voru þau farin að kíta út af útliti hennar.

„Við vorum jafngömul, bæði á þrítugsaldri og hann eltist í útliti en ekki ég. Hann tók auðvitað eftir að yngri menn voru að gefa mér auga og varð afbrýðissamur þó að ég reyndi að klæða mig eins og passaði í rauninni betur konum sem voru eldri en ég“.

Þar kom að þau slitu samvistum og fjórum árum síðar tók hún upp samband við mann sem hún eignaðist tvo drengi með. Allt gekk vel í fyrstu en svo fór að bera á mikilli afbrýðissemi og reiði þegar fólk var að tala um að hann hafi „rænt vögguna“! Þau voru bæð fjörutíu og tveggja ára en hún leit út fyrir að vera tuttugu og tveggja. Fólk sagði að hún gæti ekki átt fjögur börn. Sumir gengu jafnvel svo langt að saka hana um að vera með miklu eldri manni en hún sjálf var til að láta hann sjá fyrir sér.

“Stundum spurði fólk manninn minn hvort hann væri pabbi minn og þá varð hann foxillur. Ég fann hvað klukkan sló og hefði breytt hlutunum ef ég hefði getað“, segir Anne. Og svo skildu þau.

Enn hafa yngri menn áhuga fyrir Anne en hún segist vera fullorðin og þroskuð kona sem á fjóra syni og langar að hitta og vera hamingjusöm með manni á sínum aldri en það virðist vera þrautin þyngri.

Elsti sonur hennar vill ekki lengur láta sjá sig með henni því að fólk sem kannast við hann heldur að hún sé kærastan hans og er að óska honum til hamingju.  Hér er mynd af Anne og syni hennar ásamt barnabarni hennar. Hún lendir oft í því að vera spurð hvort þau eigi þetta barn saman.

 

Anne segist hvergi passa, ekki með ungu fólki af því að hún er ekki ung lengur og ekki með fólki sem er á sama aldri og hún, því að það er eins og hún ógni konunum í þeim hópi.

 

“Ég veit ekki hvað fólk hefur oft spurt mig hvort ég vilji segja þeim leyndarmálið. Ef ég byggi yfir leyndarmáli um  útlitið og gæti selt það væri ég orðin margfaldur milljóneri“!   

SHARE