Gavin Rossdale er ekki hrifinn af því að Blake Shelton sé að eyða of miklum tíma með sonum hans og Gwen Stefani. Blake hefur verið með Gwen síðan í nóvember, þremur mánuðum eftir að Gavin og Gwen skildu.
Sjá einnig: Ætlar í forræðisdeilu við Gwen Stefani
Samkvæmt OK! Magazine vill Blake að Gavin viti að honum er alvara með sambandið við Gwen og hann hafi ekki í hyggju að stela þeim frá pabba sínum. Blake hefur meira að segja stungið upp á því að þeir hittist og ræði þetta yfir einum köldum bjór. Spurning hvort Gavin sé til í það.