Við hjá Hún.is ætlum að gefa tveimur heppnum lesendum miða fyrir 2 á allra seinustu sýningar Borgarleikhússins á leikritinu Óskasteinar.

Ragnar Bragason þreytti frumraun sína í leikhúsi í fyrra þegar hann skrifaði og leikstýrði Gullregni í Borgarleikhúsinu. Sýningin sló rækilega í gegn. Gullregn hlaut átta tilnefningar til Grímunnar 2013 og Ragnar hlaut Grímuna sem leikstjóri ársins. Sami hópur listrænna stjórnenda færir okkur Óskasteina þetta leikárið. Harmræn hlýja og húmor einkenna verk Ragnars eins og fyrri verk hans bera glöggt merki, t.a.m. Börn, Foreldrar, Næturvaktin, Dagvaktin, Fangavaktin, Bjarnfreðarson og nú síðast Málmhaus.

Screen Shot 2014-03-17 at 5.34.52 PM

Illa skipulagt rán í smábæ misheppnast hrapalega. Dæmigert íslenskt klúður. Á flóttanum leita ræningjarnir skjóls í mannlausum leikskóla og bíða fjórða félagans sem er horfinn á bílnum. Hópurinn hefur tekið gísl á flóttanum, eldri konu sem varð vitni að ráninu. Fram eftir nóttu stytta þau sér stundir innan um barnaleikföng en þegar birta fer af degi fer örvæntingin og ósættið innan hópsins að ágerast og ókunna konan afhjúpar sín eigin leyndarmál.

Úr dómum um Gullregn:

„…bráðfyndið en samt svo einlægt í annarleika sínum að það er hálf óþægilegt að hlæja að því“
AÞ,Fbl
 
„Spennandi verk um hluti sem skipta máli“
SGV, Mbl
 
„Virkilega gott. Spilar á allan tilfinningaskalann. Listilega vel gert“
Ólafur Stephensen, Djöflaeyjan
 
„Frábært stykki. Meiriháttar sýning“
Yrsa Sigurðardóttir, Djöflaeyjan
 
„Gróteskur gamanleikur, verulega fyndinn, með óhugnanlegum undirtóni“
SA, tmm.is

Ef þig langar að vinna miða fyrir tvo á leikritið skaltu skrifa „já takk“ hér fyrir neðan og þú ert komin í pottinn. ATH það er ekki nóg að smella bara á „like“.

Dregið verður út seinni part miðvikudagsins 19. mars.

 

 

SHARE