Hárlos er algengt vandamál og margir telja að það er lítið eða ekkert hægt að gera í málinu. Hárlos getur stafað af lélegu mataræði, árstíðarbreytingum, vegna gena, vöðvabólgu og annarra umhverfisþátta. Margar hárvörur lofa þér að vandamálið þitt sé úr sögunni, en skilar þér ekki þeim árangri sem þú óskaðir þér.

Það er til náttúruleg leið til að koma í veg fyrir hárlos og lætur hárið þitt vaxa betur. Blandan er afar ódýr og einföld.

Sjá einnig: Getur þurrsjampó valdið hárlosi?

seborrheic-dermatitis-hair-loss

Sjá einnig: Vandamál sem ljóshærðar þurfa ekki að kljást við

Svona ferðu að:

10 dropar af rosemary olíu. Hún styrkir hárið og bætir blóðflæðið.

10 dropar af sítrónu olíu. Hún hressir upp á hársvörðinn og er sýkladrepandi.

Náttúrulegt sjampó með hlutlausu pH gildi. (pH gildin eru á milli 0-14, en 7 er hlutlausast.)

2 hylki af e vítamíni. E vítamín kemur í veg fyrir hárlos.

Blandaðu þessu öllu saman í sjampóið þitt og láttu standa í svolitla stund. Nuddaðu sjampóinu í hársvörðinn á þér og láttu stana í 10 mínútur og skolaðu síðan með volgu vatni. Þú ættir að taka eftir breytingum á hári þínu á einni viku og ferð að taka eftir því að þú ferð minna úr hárum.

SHARE