Viltu vinna ferð til Tenerife? – Tapasbarinn 14 ára

Dagana 27. og 28. október heldur Tapas barinn upp á 14 ára afmæli og í tilefni tímamótanna verður mikið um að vera. Sérstakur afmælisleikur er í gangi til 31. október. Nánari lýsingar um leikinn eru neðst í þessari frétt. 

Spænskur púls og hrífandi stemmning

Blaðamaður Hun.is kom við á Tapasbarnum á dögunum og fékk að smakka ljúffengan humar og gómsætt Sangria. Það er sannarlega ljúft að ylja sér í spænskri stemmningu og leyfa bragðlaukunum að njóta sín í hrífandi umhverfi.

Sjáðu myndbandið hér

10 vinsælustu tapasréttirnir verða í boði á aðeins 590 kr. rétturinn.

• Marineraðar lambalundir með lakkríssósu
• Bleykja með hægelduðu papriku salsa
• Steiktur saltfiskur með sætri kartöflumús
• Hvítlauksbakaðir humarhalar
• Marineðar kjúklingalundir með alioli
• Serrano með melónu og piparrót
• Grillaðar lambalundir Samfaina með myntusósu
• Spænsk eggjakaka með lauk og kartöflum
• Beikonvafin hörpuskel og döðlur með sætri chilli sósu
• Nautalund í Borgunion sveppasósu

Og drykkirnir eru á sérstöku afmælisverði:

• Campo Viejo léttvínsglas – 690 kr.
• Codorníu Cava glas – 490 kr.
• Pilsner Urquell, 330 ml. – 590 kr.

Allir fá svo ljúffengu og margrómuðu súkkulaðiköku Tapas barsins í eftirrétt.

Það er um að gera að panta borð strax í dag. Í fyrra komumst færri að en vildu.

Afmælisleikur

Eins og fyrri ár geta heppnir viðskiptavinir Tapas barsins unnið vegleg verðlaun í frábærum afmælisleik. Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er að fylla út þátttökuseðil á Tapas barnum eða prenta hann út á heimasíðunni og senda þeim í pósti.

Vinningarnir eru ekki af verri endanum og í aðalvinning er ferð fyrir tvo til Spánar í heila viku með öllu inniföldu. Þú átt líka möguleika á að vinna Ipad air frá epli.is, byrjendanámskeið í salsa fyrir par, kassa af eðalvíni eða gjafabréf á Tapas barinn. Vinningar verða dregnir út 31. október.

Það er um að gera að vera með, aldrei að vita nema að heppnin verði með akkúrat þér!

SHARE